A 45 AMG sviptur hulunni í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2013 10:45 Þessi litli bíll býr að 360 hestöflum, en eyðir aðeins 6,9 lítrum.Mercedes-Benz frumsýndi hinn nýja A 45 AMG á bílasýningunni í Genf sem nú er hafin. Þessi bíll er sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes Benz A 45 AMG er með tveggja lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 161 g/km. Þessi netti og kraftmikli lúxusbíll er hinn laglegasti að innan og vel vandað til verka. ,,Með hinum nýja A 45 AMG komum við fram með afar öflugan og dínamískan bíl, reyndar kraftmesta fjögurra sílindra bíl sem framleiddur er í heiminum," segir Tobias Moers, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz. Bíllinn er aðeins 4,6 sekúndur að ná 100 km hraða. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Þessi litli bíll býr að 360 hestöflum, en eyðir aðeins 6,9 lítrum.Mercedes-Benz frumsýndi hinn nýja A 45 AMG á bílasýningunni í Genf sem nú er hafin. Þessi bíll er sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes Benz A 45 AMG er með tveggja lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 161 g/km. Þessi netti og kraftmikli lúxusbíll er hinn laglegasti að innan og vel vandað til verka. ,,Með hinum nýja A 45 AMG komum við fram með afar öflugan og dínamískan bíl, reyndar kraftmesta fjögurra sílindra bíl sem framleiddur er í heiminum," segir Tobias Moers, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz. Bíllinn er aðeins 4,6 sekúndur að ná 100 km hraða.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent