Fyrsta nýja bílaverksmiðja Honda í Japan í 50 ár Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 14:36 Líklega verður Honda Jazz framleiddur í nýju verksmiðjunni Honda hefur opnað 12 verksmiðjur utan heimalandsins í millitíðinni. Það virðist líklega harla ósennilegt en Honda hefur ekki reist nýja bílaverksmiðju í heimalandinu Japan í hálfa öld, en það mun breytast í júlí í sumar. Í millitíðinni hefur Honda opnað 12 verksmiðjur um allan heim. Nýja verksmiðjan, sem staðsett er í Yorii í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Tokyo, mun geta framleitt 250.000 bíla. Honda hefur ekki gefið upp hvaða bílgerðir verða framleiddir í nýju verksmiðjunni, en búist er við að það verði smábíllinn Honda Jazz, sem er söluhæsti bíll Honda í Japan. Verksmiðjan mun veita 3.800 starfsmönnum vinnu, þ.e. bæði í verksmiðjunni sjálfri og hjá íhlutabirgjum í Japan. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent
Honda hefur opnað 12 verksmiðjur utan heimalandsins í millitíðinni. Það virðist líklega harla ósennilegt en Honda hefur ekki reist nýja bílaverksmiðju í heimalandinu Japan í hálfa öld, en það mun breytast í júlí í sumar. Í millitíðinni hefur Honda opnað 12 verksmiðjur um allan heim. Nýja verksmiðjan, sem staðsett er í Yorii í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Tokyo, mun geta framleitt 250.000 bíla. Honda hefur ekki gefið upp hvaða bílgerðir verða framleiddir í nýju verksmiðjunni, en búist er við að það verði smábíllinn Honda Jazz, sem er söluhæsti bíll Honda í Japan. Verksmiðjan mun veita 3.800 starfsmönnum vinnu, þ.e. bæði í verksmiðjunni sjálfri og hjá íhlutabirgjum í Japan.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent