Strætóbílstjórar í kappakstri reknir Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 10:30 Gaman um stund en síðan reknir Börn sem sátu í skólabílunum klöguðu bílstjórana. Skólastjóranum í grunnskóla í Des Moines í Bandaríkjunum var ekkert sérlega skemmt yfir kappakstrinum sem tveir bílstjórar skólabíla skólans stunduðu um daginn. Svo lítið reyndar að hann rak þá báða. Bílstjórarnir voru að aka börnunum heim frá skólaskemmtun á Valentínusardeginum. Í fyrstu var börnunum í skólabílunum skemmt en þegar leikar fóru að æsast varð þeim ekki um sel og báðu bílstjórana að hætta leiknum, en án árangurs. Þau klöguðu bílstjórana í kjölfarið með áðurnefndum afleiðingum. Bílstjórarnir verða þó ekki kærðir til lögreglu, enda erfitt að sanna sök þeirra án mælinga eða fullorðinna vitna. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent
Börn sem sátu í skólabílunum klöguðu bílstjórana. Skólastjóranum í grunnskóla í Des Moines í Bandaríkjunum var ekkert sérlega skemmt yfir kappakstrinum sem tveir bílstjórar skólabíla skólans stunduðu um daginn. Svo lítið reyndar að hann rak þá báða. Bílstjórarnir voru að aka börnunum heim frá skólaskemmtun á Valentínusardeginum. Í fyrstu var börnunum í skólabílunum skemmt en þegar leikar fóru að æsast varð þeim ekki um sel og báðu bílstjórana að hætta leiknum, en án árangurs. Þau klöguðu bílstjórana í kjölfarið með áðurnefndum afleiðingum. Bílstjórarnir verða þó ekki kærðir til lögreglu, enda erfitt að sanna sök þeirra án mælinga eða fullorðinna vitna.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent