Íslendingaliðið FCK tryggði stöðu sína í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið lagði OB, 2-3.
Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn fjörugur. Claudemir skoraði sigurmark FCK tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Ragnar Sigurðsson var eini Íslendingurinn í leikmannahópi FCK í kvöld og lék hann allan leikinn.
FCK er með 50 stig í efsta sæti og á titilinn vísan því liðið í öðru sæti, Nordsjælland, er aðeins með 38 stig.

