Litríkar rollur og Benz CLA í Mývatnssveit 3. mars 2013 08:45 Leikarakindurnar litaglöðu voru auðfundnar í óveðrinu sem skall á skömmu síðar. Íslenskt sauðfé og nýr CLA lúxusbíll eru í aðalhlutverkum í auglýsingu frá Mercedes-Benz þar sem þessi sportlegi lúxusbíll er kynntur til leiks. Tvær auglýsingar voru gerðar með bílnum hér á landi síðastliðið haust og skartar önnur þeirra litríku, íslensku sauðfé í fallegri náttúru Mývatnssveitar. ,,Kvikmyndatökulið var hér þrjá daga hér í sveitinni að skjóta auglýsinguna. Við bændurnir á torfunni ásamt félögum úr björgunarsveitinni í Mývatnssveit gerðum okkar besta í að leikstýra um 600 rollum og þar af voru 200 þeirra litaðar í öllum rengbogans litum," segir Anton Freyr Birgisson. Faðir hans, Birgir Hauksson , bóndi á Hellu í Mývatnssveit, á flestar rollurnar sem notaðar voru í auglýsingunni en nágrannabændur lánuðu einnig sauðfé til að ná þeim fjölda sem þurfti. Segja má að norðlensku rollurnar séu nú orðnar með frægasta sauðfé landsins og þótt víðar væri leitað. Pegasus sá um að kvikmynda auglýsinguna fyrir Mercedes-Benz og var mikið lagt í hana. Aðallega var hún tekin upp á jörðinni Grímsstöðum í Mývatnssveit og einnig á þjóðveginum þar sem CLA ók tignarlega um með fagra, íslenska náttúru allt í kring. ,,Það þurfti að loka þjóðvegi 1 tímabundið hérna og færa suður fyrir vatnið. Þá voru allar stikur færðar af þjóðveginum með leyfi Vegagerðarinnar. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og rollurnar stóðu sig vel. Við þurftum að setja upp hálfgert girðingavirki til að geta stýrt þeim betur," segir Anton og brosir. Birgir faðir hans segir að það hafi verið raunar mikið happ að rollurnar léku í auglýsingunni og voru allar litaðar því mikið fárviðri geysaði skömmu eftir að tökum á auglýsingunni lauk. ,,Það gerði mikla stórhríð og allt snjóaði hér í kaf. Þá fórum við út að smala og leita að fé og rollurnar sem voru litaðar í auglýsingunni voru auðfundnar. Leiklistarferillinn bjargaði þeim líklega," segir Birgir glottandi. Birgir segir að CLA bíllinn hafi vakið mikla athygli í Mývatnssveit meðan á tökum stóð. ,,Þetta er stórglæsilegur bíll í alla staði og ég væri alveg til í að eiga einn svona. Ég myndi nota hann spari því hann er ekki góður fyrir rolluflutninga," segir Birgir og hlær. CLA er fjögurra dyra sportlegur coupé bíll. Hönnunin er lagleg að innan sem utan og bíllinn sækir nokkuð svip til CLS-Class og er ekki leiðum að líkjast. Hönnunin á hinum nýja CLA þykir vel heppnuð. Grillið lítur út fyrir að vera alsett demöntum og straumlínulagaðar hliðar bílsins og afturhluti hans eru einnig mikið fyrir augað. Mikið er lagt upp úr vönduðu efnisvali í innréttingunni og hann er með glerþaki. CLA verður með lægstu loftmótstöðu sem um getur í bíl eða 0.22 Cd. CLA er væntanlegur á markað í apríl og hingað til lands fyrri hluta sumars samkvæmt upplýsingum frá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. Myndskeiðið að ofan sýnir þann hluta auglýsingarinnar sem notuð verður hér á landi. Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent
Leikarakindurnar litaglöðu voru auðfundnar í óveðrinu sem skall á skömmu síðar. Íslenskt sauðfé og nýr CLA lúxusbíll eru í aðalhlutverkum í auglýsingu frá Mercedes-Benz þar sem þessi sportlegi lúxusbíll er kynntur til leiks. Tvær auglýsingar voru gerðar með bílnum hér á landi síðastliðið haust og skartar önnur þeirra litríku, íslensku sauðfé í fallegri náttúru Mývatnssveitar. ,,Kvikmyndatökulið var hér þrjá daga hér í sveitinni að skjóta auglýsinguna. Við bændurnir á torfunni ásamt félögum úr björgunarsveitinni í Mývatnssveit gerðum okkar besta í að leikstýra um 600 rollum og þar af voru 200 þeirra litaðar í öllum rengbogans litum," segir Anton Freyr Birgisson. Faðir hans, Birgir Hauksson , bóndi á Hellu í Mývatnssveit, á flestar rollurnar sem notaðar voru í auglýsingunni en nágrannabændur lánuðu einnig sauðfé til að ná þeim fjölda sem þurfti. Segja má að norðlensku rollurnar séu nú orðnar með frægasta sauðfé landsins og þótt víðar væri leitað. Pegasus sá um að kvikmynda auglýsinguna fyrir Mercedes-Benz og var mikið lagt í hana. Aðallega var hún tekin upp á jörðinni Grímsstöðum í Mývatnssveit og einnig á þjóðveginum þar sem CLA ók tignarlega um með fagra, íslenska náttúru allt í kring. ,,Það þurfti að loka þjóðvegi 1 tímabundið hérna og færa suður fyrir vatnið. Þá voru allar stikur færðar af þjóðveginum með leyfi Vegagerðarinnar. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og rollurnar stóðu sig vel. Við þurftum að setja upp hálfgert girðingavirki til að geta stýrt þeim betur," segir Anton og brosir. Birgir faðir hans segir að það hafi verið raunar mikið happ að rollurnar léku í auglýsingunni og voru allar litaðar því mikið fárviðri geysaði skömmu eftir að tökum á auglýsingunni lauk. ,,Það gerði mikla stórhríð og allt snjóaði hér í kaf. Þá fórum við út að smala og leita að fé og rollurnar sem voru litaðar í auglýsingunni voru auðfundnar. Leiklistarferillinn bjargaði þeim líklega," segir Birgir glottandi. Birgir segir að CLA bíllinn hafi vakið mikla athygli í Mývatnssveit meðan á tökum stóð. ,,Þetta er stórglæsilegur bíll í alla staði og ég væri alveg til í að eiga einn svona. Ég myndi nota hann spari því hann er ekki góður fyrir rolluflutninga," segir Birgir og hlær. CLA er fjögurra dyra sportlegur coupé bíll. Hönnunin er lagleg að innan sem utan og bíllinn sækir nokkuð svip til CLS-Class og er ekki leiðum að líkjast. Hönnunin á hinum nýja CLA þykir vel heppnuð. Grillið lítur út fyrir að vera alsett demöntum og straumlínulagaðar hliðar bílsins og afturhluti hans eru einnig mikið fyrir augað. Mikið er lagt upp úr vönduðu efnisvali í innréttingunni og hann er með glerþaki. CLA verður með lægstu loftmótstöðu sem um getur í bíl eða 0.22 Cd. CLA er væntanlegur á markað í apríl og hingað til lands fyrri hluta sumars samkvæmt upplýsingum frá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. Myndskeiðið að ofan sýnir þann hluta auglýsingarinnar sem notuð verður hér á landi.
Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent