Mercedes G-Class 6x6 Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2013 08:45 Nokkuð fágæt sjón þessi G-Class Er með 536 hestafla vél, 100 cm vaðdýpt og hægt er að pumpa í dekkin innanfrá. Það er eitthvað svo venjulegt við fjórhjóladrifna bíla, hvað þá jeppa. Ef maður vill marka sér einhverja sérstöðu er meira vit í því að vera á sexhjóladrifnum bíl, ekki síst fyrir útlitið. Það finnst a.m.k. eiganda þessa Mercedes Benz jeppa sem er 536 hestafla G63 græja, bara örlítið breytt. Bíllinn er með drifi á öllum hjólunum sex sem fá afl frá V8 vél og hann er fyrir vikið undir 6 sekúndur í hundraðið og kemst á 160 km hraða, þrátt fyrir að vega um 3,8 tonn. Aflinu er dreift milli öxlanna í hlutfallinu 30:40:30. Dekkin eru 37 tommu og þættu ekki sérlega stór í samanburði við suma af þeim breyttu jeppum sem finnast hér á landi. Auk þess eru reyndar til nokkrir bílar með drifi á 6 hjólum hérlendis. Benz jeppinn hefur vaðgetu uppá 100 cm og hægt er að pumpa í dekkin og hleypa úr þeim innan í bílnum. Það er reyndar líka hægt í mörgum íslenskum fjallabílnum. Þeir sem gerðu breytingarnar á þessum bíl hafa ef til vill fengið góð ráð hjá íslenskum jeppamönnum, að minnsta kosti hefðu þeir lært mikið af því. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent
Er með 536 hestafla vél, 100 cm vaðdýpt og hægt er að pumpa í dekkin innanfrá. Það er eitthvað svo venjulegt við fjórhjóladrifna bíla, hvað þá jeppa. Ef maður vill marka sér einhverja sérstöðu er meira vit í því að vera á sexhjóladrifnum bíl, ekki síst fyrir útlitið. Það finnst a.m.k. eiganda þessa Mercedes Benz jeppa sem er 536 hestafla G63 græja, bara örlítið breytt. Bíllinn er með drifi á öllum hjólunum sex sem fá afl frá V8 vél og hann er fyrir vikið undir 6 sekúndur í hundraðið og kemst á 160 km hraða, þrátt fyrir að vega um 3,8 tonn. Aflinu er dreift milli öxlanna í hlutfallinu 30:40:30. Dekkin eru 37 tommu og þættu ekki sérlega stór í samanburði við suma af þeim breyttu jeppum sem finnast hér á landi. Auk þess eru reyndar til nokkrir bílar með drifi á 6 hjólum hérlendis. Benz jeppinn hefur vaðgetu uppá 100 cm og hægt er að pumpa í dekkin og hleypa úr þeim innan í bílnum. Það er reyndar líka hægt í mörgum íslenskum fjallabílnum. Þeir sem gerðu breytingarnar á þessum bíl hafa ef til vill fengið góð ráð hjá íslenskum jeppamönnum, að minnsta kosti hefðu þeir lært mikið af því.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent