Handbolti

Ekkert hæft í orðróminum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/AFP
Forráðamenn handknattleiksliðs Croatia Zagreb neita orðrómi þess efnis að búið sé að segja Slavko Goluza, þjálfara liðsins, upp störfum.

Fjallað hefur verið um brottrekstur Goluza víða í dag en engin fótur virðist hafa verið fyrir því.

„Slavko Goluza er enn þjálfari Zagreb og fréttir af brottrekstri hans eiga ekki við rök að styðjast," segir Goran Roknic talsmaður félagsins í samtali við króatíska fjölmiðla.

„Fólk ræðir um eitt en veruleikinn er annar. Goluza verður þjálfari Zagreb þangað til annað kemur í ljós." Liðinu tókst ekki að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem olli miklum vonbrigðum.

Orðrómurinn um brotthvarf Goluza, sem einnig stýrir landsliði Króata, minnkaði ekki þegar aðstoðarmaður hans, Boris Dvorsek, stýrði liðinu í síðustu tveimur leikjum liðsins. Ástæða þess mun þó vera sú að Goluza var að fylgjast með andstæðingum króatíska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×