Gústaf Adolf Björnsson, sem verið hefur hægri hönd Ágústs með liðið, hætti störfum af persónulegum ástæðum í vikunni. Einar mun aðstoða Ágúst fram yfir umspilsleikina fyrir HM sem eru við Tékka og fara fram í júní 2013.
Einar hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá kvennaliði Molde í Noregi. Á Einar í viðræðum við félagið en félagið bauð honum samning á dögunum.
