Knár þó smár sé Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2013 09:30 Er framúrskarandi akstursbíll sem býðst með mörgum vélargerðum. Reynsluakstur - Ford Fiesta Ford Fiesta er sannkallaður heimsbíll, en hann er seldur í flestum löndum heims og framleiddur í 10 löndum. Fiesta á sér ansi langt líf, hann kom fyrst á markað árið 1976 og af honum hafa verið seld yfir 15 milljón eintök og fer sú tala nú hratt hækkandi með mikilli sölu hans á öllum mörkuðum. Fiesta er eitt að stóru nöfnunum í bílaheiminum og í þeim stærðarflokki sem selst best. Þessu væri ekki að heilsa ef bíllinn væri ekki góður, það er hann sannarlega. Ford Fiesta hefur verið mikið mærður á undanförnum árum fyrir góða aksturseiginleika eins og stærri bróðir hans Ford Focus og það var staðfest í reynsluakstri á honum. Hönnun ytra útlits Fod Fiesta er framúrstefnulegt, djarft og vel heppnað og sannarlega í ætt við Focus.Litlar og misöflugar vélar Fiesta fæst með einum fimm vélarkostum en reyndur var bíll með 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 80 hestöfl. Þá vél má einnig fá 65 hestafla sem og hina margverðlaunuðu 100 hestafla EcoBoost vél, en hún er með sama sprengirými. Þá býðst einnig 1,6 lítra bensínvél, 105 hestöfl og 1,5 lítra dísilvél, 75 hestöfl. Um 80 hestafla bensínvélina í reynsluakstursbílnum er það að segja að hún er frekar kraftlaus fyrir þennan bíl og fyrir marga verður freistandi að velja frekar 100 hestafla EcoBoost vélina. Með þá vél kostar hann ekki nema 100.000 kr. meira og eyðsla þess bíls er sú sama og mjög lág, 4,3 lítrar í blönduðum akstri. Allar útgáfurnar, nema sú með 1,6 lítra bensínvélinni, fá frítt í stæði og menga minna en 100 g/km af CO2. Ekið var beinskiptum bíl, sem flestar útgáfur hans reyndar eru, því hann býðst aðeins sjálfskiptur hjá Brimborg með 1,6 lítra bensínvélinni. Beinskipting bílsins er ágæt, nema fyrir eins hluta sakir, það vantar sárlega 6. gírinn. Þessi skortur hefur kannski ekki mikið að segja í borgarakstri, en væri sannarlega ókostur utan borgarmarkanna. Þegar nálgast fer þriggja stafa tölu á hraðamælinum er vélin á 3.000 snúningum og virkilega hefur fyrir hlutunum. Það hleypur upp eyðslu bílsins, sem sjötti gírinn kæmi í veg fyrir. Það væri ekki heppilegt að aka bílnum á þýskum hraðbrautum og vera að flýta sér.Frábær í akstri og flott innrétting Þegar kemur að því að lýsa aksturseiginleikum bílsins kemur helst upp orðið frábær. Hann er einstaklega hæfur bíll í akstri og liprari en liðugasti köttur. Því verður einstaklega skemmtilegt að leggja mikið á hann og leyfa honum að sýna snilli sína í frísklegum akstri. Það hjálpar vafalaust aksturseiginleikum bílsins hversu lítil og létt vélin er í bílnum og nef hans verður sannarlega ekki þungt. Vanalega þegar keyptur er lítill bíll þarf kaupandi hans að sætta sig við hráleika, lítil þægindi og aukabúnað og að lítið sé lagt í útlit að innan. Ekkert af þessu á við Ford Fiesta, hann er hreinlega flottur að innan og stjórntækin ríkuleg og flott, hönnun öll til fyrirmyndar og talsverður töffaraskapur í gangi. Þessir hlutir eru mjög að breytast í smærri bílum í dag og Fiesta er einn þeirra sem hvað best ryður þá braut. Þó efnisnotkun sé ekki að dýrari gerðinni bætir sniðug hönnun og litaval það algerlega upp og frísklegt er að sjá lit í mælaborði sem rýmar við lit hans að utan. Svona smár bíll á einmitt að frísklegur í litum og alls ekki göfuga og þunga svarta lúxusinnréttingu. Rýmið í bílnum er furðu gott miðað við stærðarflokk og vel fer um framsætisfarþega í þokkalegum sætum. Höfuðrými að aftan skerðist vegna afturhallandi teikningar bílsins og hentar lítt fullorðnum í lengri akstri. Mælaborðið er laglegt og flatt og fyrirkomulagið mikið í ætt við aðra Ford bíla, en pínu langt er í stjórntækin fyrir miðju mælaborði. Skottrými er með því allra besta í bíl í þessum flokki, eða 290 lítrar.Mikill staðalbúnaður og ágætt verð Staðalbúnaður er góður fyrir ekki dýrari bíl og mörg nýbreytnin, svo sem MyKey forritanlegi lykillinn þar sem takmarka má hámarkshraða, hljóðstyrk hljómtækja og annað sem unglingur heimilisins er líklegur til að misnota. Bíllinn er með Start Stop tækni sem eykur á sparneytni hans og bíllinn er nokkuð fljótur að bregðast við þegar lagt er af stað aftur. Allar tengingar eru til staðar, líka Bluetooth tenging fyrir síma. Brekkuaðstoðin í bílnum er vel þegin en hún heldur bílnum kjurum í nokkurn tíma þó kúplingu sé sleppt í brekku, en margir þeir sem aka beinskiptum bílum kvíða engu en því að leggja af stað í brattri brekku. Ódýrasta útgáfa Ford Fiesta er á 2.490.000 krónur en í Titanium útfærslu, mjög vel búinn og flottur með 100 hestafla vélinni er hann kominn í 2.950.000 krónur. Bæði flott kaup og stendur Fiesta vel hvað samkeppni í þessum stærðarflokki varðar. Hætt er við að milljónirnar í seldum Fiesta bílum haldi áfram að tikka á næstu árum, hann virðist eiga það skilið. Kostir: Góðir aksturseiginleikar, laglegt innanrými, gott verð Ókostir: Vantar 6. gír, minni vélarnar kraftlitlar 1,0 bensínvél, 80 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 99 g/km CO2 Hröðun: 14,9 sek. Hámarkshraði: 165 km/klst Verð: 2.650.000 kr. Umboð: Brimborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent
Er framúrskarandi akstursbíll sem býðst með mörgum vélargerðum. Reynsluakstur - Ford Fiesta Ford Fiesta er sannkallaður heimsbíll, en hann er seldur í flestum löndum heims og framleiddur í 10 löndum. Fiesta á sér ansi langt líf, hann kom fyrst á markað árið 1976 og af honum hafa verið seld yfir 15 milljón eintök og fer sú tala nú hratt hækkandi með mikilli sölu hans á öllum mörkuðum. Fiesta er eitt að stóru nöfnunum í bílaheiminum og í þeim stærðarflokki sem selst best. Þessu væri ekki að heilsa ef bíllinn væri ekki góður, það er hann sannarlega. Ford Fiesta hefur verið mikið mærður á undanförnum árum fyrir góða aksturseiginleika eins og stærri bróðir hans Ford Focus og það var staðfest í reynsluakstri á honum. Hönnun ytra útlits Fod Fiesta er framúrstefnulegt, djarft og vel heppnað og sannarlega í ætt við Focus.Litlar og misöflugar vélar Fiesta fæst með einum fimm vélarkostum en reyndur var bíll með 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 80 hestöfl. Þá vél má einnig fá 65 hestafla sem og hina margverðlaunuðu 100 hestafla EcoBoost vél, en hún er með sama sprengirými. Þá býðst einnig 1,6 lítra bensínvél, 105 hestöfl og 1,5 lítra dísilvél, 75 hestöfl. Um 80 hestafla bensínvélina í reynsluakstursbílnum er það að segja að hún er frekar kraftlaus fyrir þennan bíl og fyrir marga verður freistandi að velja frekar 100 hestafla EcoBoost vélina. Með þá vél kostar hann ekki nema 100.000 kr. meira og eyðsla þess bíls er sú sama og mjög lág, 4,3 lítrar í blönduðum akstri. Allar útgáfurnar, nema sú með 1,6 lítra bensínvélinni, fá frítt í stæði og menga minna en 100 g/km af CO2. Ekið var beinskiptum bíl, sem flestar útgáfur hans reyndar eru, því hann býðst aðeins sjálfskiptur hjá Brimborg með 1,6 lítra bensínvélinni. Beinskipting bílsins er ágæt, nema fyrir eins hluta sakir, það vantar sárlega 6. gírinn. Þessi skortur hefur kannski ekki mikið að segja í borgarakstri, en væri sannarlega ókostur utan borgarmarkanna. Þegar nálgast fer þriggja stafa tölu á hraðamælinum er vélin á 3.000 snúningum og virkilega hefur fyrir hlutunum. Það hleypur upp eyðslu bílsins, sem sjötti gírinn kæmi í veg fyrir. Það væri ekki heppilegt að aka bílnum á þýskum hraðbrautum og vera að flýta sér.Frábær í akstri og flott innrétting Þegar kemur að því að lýsa aksturseiginleikum bílsins kemur helst upp orðið frábær. Hann er einstaklega hæfur bíll í akstri og liprari en liðugasti köttur. Því verður einstaklega skemmtilegt að leggja mikið á hann og leyfa honum að sýna snilli sína í frísklegum akstri. Það hjálpar vafalaust aksturseiginleikum bílsins hversu lítil og létt vélin er í bílnum og nef hans verður sannarlega ekki þungt. Vanalega þegar keyptur er lítill bíll þarf kaupandi hans að sætta sig við hráleika, lítil þægindi og aukabúnað og að lítið sé lagt í útlit að innan. Ekkert af þessu á við Ford Fiesta, hann er hreinlega flottur að innan og stjórntækin ríkuleg og flott, hönnun öll til fyrirmyndar og talsverður töffaraskapur í gangi. Þessir hlutir eru mjög að breytast í smærri bílum í dag og Fiesta er einn þeirra sem hvað best ryður þá braut. Þó efnisnotkun sé ekki að dýrari gerðinni bætir sniðug hönnun og litaval það algerlega upp og frísklegt er að sjá lit í mælaborði sem rýmar við lit hans að utan. Svona smár bíll á einmitt að frísklegur í litum og alls ekki göfuga og þunga svarta lúxusinnréttingu. Rýmið í bílnum er furðu gott miðað við stærðarflokk og vel fer um framsætisfarþega í þokkalegum sætum. Höfuðrými að aftan skerðist vegna afturhallandi teikningar bílsins og hentar lítt fullorðnum í lengri akstri. Mælaborðið er laglegt og flatt og fyrirkomulagið mikið í ætt við aðra Ford bíla, en pínu langt er í stjórntækin fyrir miðju mælaborði. Skottrými er með því allra besta í bíl í þessum flokki, eða 290 lítrar.Mikill staðalbúnaður og ágætt verð Staðalbúnaður er góður fyrir ekki dýrari bíl og mörg nýbreytnin, svo sem MyKey forritanlegi lykillinn þar sem takmarka má hámarkshraða, hljóðstyrk hljómtækja og annað sem unglingur heimilisins er líklegur til að misnota. Bíllinn er með Start Stop tækni sem eykur á sparneytni hans og bíllinn er nokkuð fljótur að bregðast við þegar lagt er af stað aftur. Allar tengingar eru til staðar, líka Bluetooth tenging fyrir síma. Brekkuaðstoðin í bílnum er vel þegin en hún heldur bílnum kjurum í nokkurn tíma þó kúplingu sé sleppt í brekku, en margir þeir sem aka beinskiptum bílum kvíða engu en því að leggja af stað í brattri brekku. Ódýrasta útgáfa Ford Fiesta er á 2.490.000 krónur en í Titanium útfærslu, mjög vel búinn og flottur með 100 hestafla vélinni er hann kominn í 2.950.000 krónur. Bæði flott kaup og stendur Fiesta vel hvað samkeppni í þessum stærðarflokki varðar. Hætt er við að milljónirnar í seldum Fiesta bílum haldi áfram að tikka á næstu árum, hann virðist eiga það skilið. Kostir: Góðir aksturseiginleikar, laglegt innanrými, gott verð Ókostir: Vantar 6. gír, minni vélarnar kraftlitlar 1,0 bensínvél, 80 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 99 g/km CO2 Hröðun: 14,9 sek. Hámarkshraði: 165 km/klst Verð: 2.650.000 kr. Umboð: Brimborg
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent