Audi fjölgar sýningarsölum með sýndarveruleika Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2013 15:46 Þar virða kaupendur fyrir sér útlit draumabílsins á risaskjá og breyta honum að vild. Hvað gera bílaframleiðendur sem ekki hafa pláss fyrir breiða vörulínu sína í dýru húsnæði stærstu borganna? Þeir setja upp sýningarsali með sýndarveruleika á fáum fermetrum. Þar geta áhugasamir kaupendur skoðað draumabíl sinn og valið allar hugsanlegar útfærslur bíla sinna. Þeir geta fengið að sjá nákvæmt útlit þeirra á risavöxnum skjám og breytt þeim eftir geðþótta. Audi hefur áætlanir um uppsetningu 20 slíkra sala viðsvegar um heiminn og hefur tekið tvo þeirra í notkun nú þegar, þann fyrsta í London og fyrir stuttu opnaði annar í Peking. Í fyrra tók BMW slíkan sal í notkun í París og þar á bæ verður brátt tilkynnt um opnum fleirri slíkra. Mercedes Benz hefur opnað einn svona sal í Mílanó. Þessi aðferð sparar fyrirtækjunum mikið fé og er líklega framtíðin í kynningu og sölu þeirra á bílum. Engu að síður kostaði salur BMW í París 11 milljónir Evra, en í honum getur fólk virt fyrir sér bíla BMW í þrívídd á samtals 94 fermetra flötum. Forsvarsmenn Audi segja að sala bíla þeirra í þeirra fyrstu tveimur sölum hafi farið framúr þeirra björtustu vonum og því er eðlilegt að til standi að fjölga þeim ört á næstunni. BMW segir að starfsfólkið í þessum sölum séu ungt og mjög tæknilega hæft, með mikla tölvuþekkingu. Starfsfólkið stjórnar sýndarveruleikabúnaðinum með iPad tölvur í hönd. Cadillac og Lexus ætla að fara sömu brautir og eru komin í startholurnar með opnum samskonar sýningarsala. Næstu borgirnar sem Audi ætla að opna slíka sali í eru Berlín, Shanghai, París, Róm, Moskva og New York. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent
Þar virða kaupendur fyrir sér útlit draumabílsins á risaskjá og breyta honum að vild. Hvað gera bílaframleiðendur sem ekki hafa pláss fyrir breiða vörulínu sína í dýru húsnæði stærstu borganna? Þeir setja upp sýningarsali með sýndarveruleika á fáum fermetrum. Þar geta áhugasamir kaupendur skoðað draumabíl sinn og valið allar hugsanlegar útfærslur bíla sinna. Þeir geta fengið að sjá nákvæmt útlit þeirra á risavöxnum skjám og breytt þeim eftir geðþótta. Audi hefur áætlanir um uppsetningu 20 slíkra sala viðsvegar um heiminn og hefur tekið tvo þeirra í notkun nú þegar, þann fyrsta í London og fyrir stuttu opnaði annar í Peking. Í fyrra tók BMW slíkan sal í notkun í París og þar á bæ verður brátt tilkynnt um opnum fleirri slíkra. Mercedes Benz hefur opnað einn svona sal í Mílanó. Þessi aðferð sparar fyrirtækjunum mikið fé og er líklega framtíðin í kynningu og sölu þeirra á bílum. Engu að síður kostaði salur BMW í París 11 milljónir Evra, en í honum getur fólk virt fyrir sér bíla BMW í þrívídd á samtals 94 fermetra flötum. Forsvarsmenn Audi segja að sala bíla þeirra í þeirra fyrstu tveimur sölum hafi farið framúr þeirra björtustu vonum og því er eðlilegt að til standi að fjölga þeim ört á næstunni. BMW segir að starfsfólkið í þessum sölum séu ungt og mjög tæknilega hæft, með mikla tölvuþekkingu. Starfsfólkið stjórnar sýndarveruleikabúnaðinum með iPad tölvur í hönd. Cadillac og Lexus ætla að fara sömu brautir og eru komin í startholurnar með opnum samskonar sýningarsala. Næstu borgirnar sem Audi ætla að opna slíka sali í eru Berlín, Shanghai, París, Róm, Moskva og New York.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent