Handbolti

Ólafur Bjarki markahæstur í sigri toppliðsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Bjarki í leik með Emsdetten.
Ólafur Bjarki í leik með Emsdetten.
Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði sex mörk þegar að lið hans, Emsdetten, vann öruggan sigur á Friesenheim í þýsku B-deildinni í handbolta. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 40 stig.

Emsdetten hefur hikstað að undanförnu en virðist komið aftur á beinu brautina. Liðið var aðeins tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11, en vann að lokum ellefu marka sigur, 30-19.

Ernir Hrafn Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Emsdetten í leiknum en markahæstur hjá Friesenheim var Árni Þór Sigtryggsson með átta mörk. Friesenheim er í níunda sæti deildarinnar með 22 stig.

Bergischer er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Emsdetten. Liðið vann í dag Leipzig, 35-33, en Arnór Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Bergischer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×