Fisker yfirgefur Fisker Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2013 10:49 Vanmat þann tíma og kostnað sem þarf við þróun nýrra bíla. Enn einn drómóramaðurinn hefur gefist upp á að framleiða draumabíla. Stofnandi Fisker, rafbílaframleiðandans frá Kaliforníu hefur nú yfirgefið fyrirtækið sem hann stofnaði. Reyndist verkefnið að koma söluhæfum og tæknilega fullkomnum bíl á markað fyrirtækinu og honum sjálfum ofviða fjárhagslega. Stofnandinn, Henrik Fisker hefur því yfirgefið fyrirtækið sem þó mun áfram lifa undir stjórn og í eigu annarra. Henrik greindi mjög á um stefnu Fisker við aðra stjórnendur. Minnir saga Henrik Fisker á sögu John DeLorean, sem líkt og hann vanáætlaði kostnaðinn við að þróa og framleiða markaðshæfan bíl og gafst á endanum upp. Einnig vanmat Fisker þann tíma sem það tæki fyrirtækið að hanna, þróa, framleiða og markaðsfæra bíla þess. Engar tímaáætlanir þess stóðust og fréttir um drátt á komu bíla þess voru tíðar. Gæðavandamál komu oft upp og það skaðaði Fisker mjög að rafgeymabirgi þess, A123 fór á hausinn. Ekki hjálpaði það svo til er fellibylurinn Sandy eyðilagði 300 Fisker bíla sem biðu eigenda sinna. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent
Vanmat þann tíma og kostnað sem þarf við þróun nýrra bíla. Enn einn drómóramaðurinn hefur gefist upp á að framleiða draumabíla. Stofnandi Fisker, rafbílaframleiðandans frá Kaliforníu hefur nú yfirgefið fyrirtækið sem hann stofnaði. Reyndist verkefnið að koma söluhæfum og tæknilega fullkomnum bíl á markað fyrirtækinu og honum sjálfum ofviða fjárhagslega. Stofnandinn, Henrik Fisker hefur því yfirgefið fyrirtækið sem þó mun áfram lifa undir stjórn og í eigu annarra. Henrik greindi mjög á um stefnu Fisker við aðra stjórnendur. Minnir saga Henrik Fisker á sögu John DeLorean, sem líkt og hann vanáætlaði kostnaðinn við að þróa og framleiða markaðshæfan bíl og gafst á endanum upp. Einnig vanmat Fisker þann tíma sem það tæki fyrirtækið að hanna, þróa, framleiða og markaðsfæra bíla þess. Engar tímaáætlanir þess stóðust og fréttir um drátt á komu bíla þess voru tíðar. Gæðavandamál komu oft upp og það skaðaði Fisker mjög að rafgeymabirgi þess, A123 fór á hausinn. Ekki hjálpaði það svo til er fellibylurinn Sandy eyðilagði 300 Fisker bíla sem biðu eigenda sinna.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent