Íslendingaliðið FCK vann dramatískan sigur, 2-1, á Horsens í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins. Það skoraði Claudemir. FCK er með 17 stiga forskot eftir leikinn og er algjörlega búið að rúlla upp dönsku úrvalsdeildinni.
Ragnar Sigurðsson var eini Íslendingurinn í liði FCK í kvöld og lék hann allan leikinn. Rúrik Gíslason kom við sögu í uppbótartíma.
Sölvi Geir Ottesen er sem fyrr í frystinum hjá Jacobs þjálfara.
