Handknattleiksmarkvörðurinn Florentina Stanciu hjá ÍBV fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt og hún er því orðin lögleg með íslenska landsliðinu.
Stanciu hefur farið á kostum í efstu deild kvenna undanfarin ár og verið einn besti, ef ekki besti, markvörður landsins.
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur áður lýst því yfir að hann hafi áhuga á því að nota Florentinu fái hún íslenska ríkisborgararétt.
Markvörðurinn hefur áður spilað landsleiki fyrir Rúmeníu.
Florentina orðin Íslendingur
