Handbolti

Ágúst valdi 21 leikmann í landsliðið | Gústaf hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gústaf Adolf (til vinstri) er hættur að aðstoða Ágúst landsliðsþjálfara.
Gústaf Adolf (til vinstri) er hættur að aðstoða Ágúst landsliðsþjálfara. Mynd/Stefán
Ísland mætir Svíþjóð í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum og hefur Ágúst Þór Jóhansson valið 21 leikmann í æfingahóp fyrir leikina.

Leikirnir fara fram 23. og 24. mars næstkomandi en báðir verða leiknir í Austurbergi. Síðari leikurinn verður í beinni útsendingu á Rúv.

Þorgerður Anna Atladóttir gat ekki gefið kost á sér í hópinn að þessu sinni vegna meiðsla og þá er Anna Úrsúla Guðmundsdóttir barnshafandi.

Jóna Margrét Ragnarsdóttir var með Íslandi á EM í Serbíu í desember en er ekki í hópnum nú.

Fram kemur síðan á heimasíðu HSÍ að Gústaf Adolf Björnsson hafi látið af starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara af persónulegum ástæðum. Ekki er búið að ráða eftirmann hans.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Dröfn Haraldsdóttir, FH

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur

Aðrir Leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, Aalborg

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Birna Berg Haraldsdóttir, Fram

Brynja Magnúsdóttir, HK

Dagný Skúladóttir, Valur

Elísabet Gunnarsdóttir, Fram

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjarnan

Hekla Ámundadóttir, Fram

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hildur Þorgeirsdóttir, Blomberg Lippe

Hrafnhildur Skúladóttir, Valur

Karen Knútsdóttir, Blomberg Lippe

Rakel Dögg Bragadóttir, Stjarnan

Ramune Pekarskyte, Levanger

Rut Jónsdóttir, Tvis Holstebro

Steinunn Björnsdótir, Fram

Stella Sigurðardóttir, Fram

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Tvis Holstebro

Unnur Ómarsdóttir, Grótta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×