Cara Delevingne hefur verið afar áberandi síðustu misseri, en hún hafði í nógu að snúast við að ganga sýningarpallana fyrir alla helstu hönnuði heims á tískuvikunum. Það má með sanni segja að hún sé sú fyrirsæta sem hefur fengið hvað mesta athygli upp á síðkastið, en síðan hún landaði Burberry auglýsingaherferð fyrir nokkrum mánuðum hefur leiðin bara legið upp á við hjá henni. Hún er ekki sérstaklega hávaxin en er þekkt fyrir há kinnbein, græn augu, dökkar augabrúnir og fjörugan persónuleika sem bætir upp fyrir það sem vantar upp á hæðina. Tískuheimurinn er sammála um að við eigum eftir að sjá mikið af Cöru næstu árin.