Skoda Rapid er nýr fjölskyldumeðlimur Skoda Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2013 15:45 Rapid er á milli Fabia og Octavia í stærð. Nýr bíll frá Skoda er kominn til landsins og verður kynntur hjá Heklu næstu helgi. Hann heitir Skoda Rapid og hvað stærð varðar liggur hann mitt á milli Fabia og Octavia. Hann er þó nokkuð stór bíll, 30 sentimetrum lengri en Volkswagen Golf og því nær Octavia í stærð en Fabia. Skoda Rapid skipar sérstakan sess hjá Skoda því hann er fyrsti bíllinn sem kynntur er til sögunnar í nýrri hönnunarlínu Skoda. Rapid er samt ekki nýtt nafn hjá Skoda, því einn bíla Skoda á árunum á milli 1930 til1940 hét einmitt Rapid og þeir sem eldri eru muna einnig eftir sportlegum Skoda Rapid með vélina að aftan, sem var á markaði hér á landi upp úr 1980. Mjög rúmgóður Rapid skartar hreinum og skörpum línum og ári laglegum heildarsvip. Framendinn er með nýtt yfirbragð af hálfu Skoda. Nýtt lógó Skoda er nú eitt og sér fremst á bogmyndaðri miðju vélarhlífarinnar. Vatnskassahlífin er með fínlegum krómuðum ramma og lóðréttir dökkir rimlar undirstrika fínleika og hönnun framljósanna, sem teygja sig út fyrir horn framendans, undirstrikar það enn frekar. Rapid er merkilega rúmgóður þrátt fyrir að hann sé í raun ekki svo stór, heildarlengdin er 4,48 metrar, breiddin er 1,7 metrar og hæðin er 1,46 m. Hann hefur gott rými fyrir fimm manns og farangur. Pláss fyrir hné og höfuðrými er gott og farangursrýmið 550 lítrar. Vel er lagt í innanrými Skoda Rapid og ýmsar skemmtilegar lausnir. Sem dæmi má nefna geymslustað fyrir öryggisvesti undir sæti ökumanns, óvenjuleg ruslakarfa í hurðum og rúðusköfu sem er haganlega fyrirkomið innan á bensínlokinu.Fimm stjörnu öryggi Í öryggisprófi Euro NCAP hlaut bíllinn fimm stjörnur og kom vel út hvað varðar öryggi og vörn fyrir fullorðna og börn, vörn fyrir fótgangandi og aðstoðarkerfi sem auka öryggi í akstri. Rapid er búinn öryggispúðum að framan, á hlið og fyrir höfuð, hæðarstillanlegum öryggisbeltum, strekkjurum fyrir öryggisbelti og höfuðpúða. Rafeindastýrður stöðugleikabúnaður (ESC) og ABS hemlalæsivörn er staðalbúnaður. Viðbótarbúnaður eins og eftirlitskerfi með dekkjaþrýstingi, þokuljós með beygjuvirkni, og „hill-hold" stýring sem auðveldar að aka af stað í brekku, eru síðan öryggisviðbætur. Fjórar bensínvélar og ein dísilvél Grunngerðin er með þriggja strokka bensínvél, 1,2 lítra og 75 hestöfl. Einnig býðst 1,2 lítra TSI vél, 86 hestöfl. Sú vél er einnig í boði með forþjöppu og þá 105 hestöfl. Aflmesta vélin í Rapid er 1,4 TSI vél með forþjöppu, 122 hestöfl. Eina dísilvélin í boði er 1,6 TDI vél með samrásarinnsprautun, 105 hestöfl. Allar TSI og TDI vélarnar eru fáanlegar með „grænni tækni", sem þýðir meiri eldsneytissparnað og minni losun koltvísýrings. Bílarnir eru staðalbúnir fimm- eða sex gíra gírkassa, sem fer eftir vélbúnaði. Sjálfskiptur sex hraða DSG gírkassi er einnig fáanlegur fyrir 1,4 TSI vélina. Skoda Rapid er með þrennskonar innréttingum. Grunngerðin er Active, Ambition er betur búin og Elegance með mestri fágun. Elegance er með 15 tommu álfelgur sem staðalbúnað.Finnur Thorlacius Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Rapid er á milli Fabia og Octavia í stærð. Nýr bíll frá Skoda er kominn til landsins og verður kynntur hjá Heklu næstu helgi. Hann heitir Skoda Rapid og hvað stærð varðar liggur hann mitt á milli Fabia og Octavia. Hann er þó nokkuð stór bíll, 30 sentimetrum lengri en Volkswagen Golf og því nær Octavia í stærð en Fabia. Skoda Rapid skipar sérstakan sess hjá Skoda því hann er fyrsti bíllinn sem kynntur er til sögunnar í nýrri hönnunarlínu Skoda. Rapid er samt ekki nýtt nafn hjá Skoda, því einn bíla Skoda á árunum á milli 1930 til1940 hét einmitt Rapid og þeir sem eldri eru muna einnig eftir sportlegum Skoda Rapid með vélina að aftan, sem var á markaði hér á landi upp úr 1980. Mjög rúmgóður Rapid skartar hreinum og skörpum línum og ári laglegum heildarsvip. Framendinn er með nýtt yfirbragð af hálfu Skoda. Nýtt lógó Skoda er nú eitt og sér fremst á bogmyndaðri miðju vélarhlífarinnar. Vatnskassahlífin er með fínlegum krómuðum ramma og lóðréttir dökkir rimlar undirstrika fínleika og hönnun framljósanna, sem teygja sig út fyrir horn framendans, undirstrikar það enn frekar. Rapid er merkilega rúmgóður þrátt fyrir að hann sé í raun ekki svo stór, heildarlengdin er 4,48 metrar, breiddin er 1,7 metrar og hæðin er 1,46 m. Hann hefur gott rými fyrir fimm manns og farangur. Pláss fyrir hné og höfuðrými er gott og farangursrýmið 550 lítrar. Vel er lagt í innanrými Skoda Rapid og ýmsar skemmtilegar lausnir. Sem dæmi má nefna geymslustað fyrir öryggisvesti undir sæti ökumanns, óvenjuleg ruslakarfa í hurðum og rúðusköfu sem er haganlega fyrirkomið innan á bensínlokinu.Fimm stjörnu öryggi Í öryggisprófi Euro NCAP hlaut bíllinn fimm stjörnur og kom vel út hvað varðar öryggi og vörn fyrir fullorðna og börn, vörn fyrir fótgangandi og aðstoðarkerfi sem auka öryggi í akstri. Rapid er búinn öryggispúðum að framan, á hlið og fyrir höfuð, hæðarstillanlegum öryggisbeltum, strekkjurum fyrir öryggisbelti og höfuðpúða. Rafeindastýrður stöðugleikabúnaður (ESC) og ABS hemlalæsivörn er staðalbúnaður. Viðbótarbúnaður eins og eftirlitskerfi með dekkjaþrýstingi, þokuljós með beygjuvirkni, og „hill-hold" stýring sem auðveldar að aka af stað í brekku, eru síðan öryggisviðbætur. Fjórar bensínvélar og ein dísilvél Grunngerðin er með þriggja strokka bensínvél, 1,2 lítra og 75 hestöfl. Einnig býðst 1,2 lítra TSI vél, 86 hestöfl. Sú vél er einnig í boði með forþjöppu og þá 105 hestöfl. Aflmesta vélin í Rapid er 1,4 TSI vél með forþjöppu, 122 hestöfl. Eina dísilvélin í boði er 1,6 TDI vél með samrásarinnsprautun, 105 hestöfl. Allar TSI og TDI vélarnar eru fáanlegar með „grænni tækni", sem þýðir meiri eldsneytissparnað og minni losun koltvísýrings. Bílarnir eru staðalbúnir fimm- eða sex gíra gírkassa, sem fer eftir vélbúnaði. Sjálfskiptur sex hraða DSG gírkassi er einnig fáanlegur fyrir 1,4 TSI vélina. Skoda Rapid er með þrennskonar innréttingum. Grunngerðin er Active, Ambition er betur búin og Elegance með mestri fágun. Elegance er með 15 tommu álfelgur sem staðalbúnað.Finnur Thorlacius
Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent