Handbolti

Guðmundur orðaður við danska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Danskir fjölmiðlar greina frá því að Guðmundur Guðmundsson verði mögulega arftaki Ulrik Wilbek sem landsliðsþjálfari danska landsliðsins.

Guðmundur, sem hætti með íslenska landsliðið eftir Ólympíuleikana í sumar, er þjálfari Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.

„Það er heiður að mitt nafn hafi verið nefnt til sögunnar," sagði Guðmundur við danska fjölmiðla. „En ég er í starfi hér sem ég ætla að einbeita mér að."

Hann segist ekki hafa heyrt frá forráðamönnum danska handboltasambandsins en viðurkennir að starfið sér áhugavert.

„Já, það er áhugavert. En ég vil ekki tjá mig um það því mér finnst það hættulegt að gera það. Ég ber mikla virðingu fyrir dönskum handbolta og danska landsliðið er eitt það besta í heimi. En ég vil ekki ræða þetta starf sérstaklega."

Ulrik Wilbek mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins eftir að EM fer fram í Danmörku á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×