Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik.
Ljósmyndari Vísis var rifinn af vellinum eftir úrslitaleik ÍR og Stjörnunnar fyrr í dag og honum tjáð að Rúv hefði einkarétt af gólfinu eftir leik.
Þetta er í fyrsta skipti sem ljósmyndurum fjölmiðla er meina að taka myndir af fögnuði liða eftir bikarúrslitaleik á Íslandi.
Vísir biðst því fyrirfram afsökunar á því að geta ekki boðið upp á eins góða þjónusta eftir leik og vonir stóðu til um.
Rúv bannar myndatökur á gólfinu

Mest lesið



Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn

Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn





