Handbolti

Stefán Rafn hjá Löwen til 2014

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Stefán Rafn Sigurmannsson verður áfram í herbúðum Rhein-Neckar Löwen en hann hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út næstu leitkíð. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Löwen í kvöld.

Stefán Rafn kom til félagsins fyrr á þessu tímabili eftir að þýski landsliðsmaðurinn Uwe Gensheimer meiddist illa. Hér fyrir neðan má finna ítarlegt viðtal við Stefán Rafn sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Stefán Rafn var einnig valinn í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu í tveimur leikjum í undankeppni EM 2014 í næsta mánuði.

„Ég er ánægður í Þýskalandi og ánægður hjá Löwen. Draumurinn heldur áfram," sagði hann í samtali við heimasíðu Löwen.

„Stefán Rafn er ungur leikmaður sem passar vel okkar hugmyndafræði. Hann hefur aðlagast nýjum aðstæðum ótrúlega fljótt og er ávallt 100 prósent einbeittur að næsta verkefni," sagði framkvæmdarstjórinn Thorsten Storm.

Þjálfari Löwen er Guðmundur Guðmundsson, sem segir: „Stefán hefur staðist okkar væntingar og gott betur. Hann er mikill liðsmaður og það býr mikið í honum."


Tengdar fréttir

Ég er nettur egóisti

Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, hefur komið sterkur inn í þýsku deildina. Kann að spila handbolta en kann ekki á þvottavél. Stefnir á stórt hlutverk með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×