Handbolti

Aron Rafn samdi við Guif

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Aron Rafn Eðvarðsson er á leið til sænska liðsins Guif en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Sigurjón Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Hauka, staðfesti þetta við Vísi í dag.

Aron Rafn hefur varið mark Hauka undanfarin ár og unnið sér sæti í íslenska landsliðinu.

Hjá Guif eru fyrir þrír Íslendingar. Kristján Andrésson þjálfar liðið og bróðir hans, Haukur, er fyrirliði þess. Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson, fyrrum liðsfélagi Arons Rafns hjá Haukum, er nú á sínu fyrsta tímabili með Guif.

Aron Rafn klárar tímabilið með Haukum en liðið varð deildarmeistari í N1-deild karla og mætir ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×