Handbolti

Erfiðasta ákvörðunin að skilja Arnór eftir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi ekki Arnór Gunnarsson, leikmann þýska B-deildarliðsins Bergischer, í landsliðið sem mætir Slóveníu í undankeppni EM 2014.

Arnór spilaði með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og stóð sig vel. „Það var mikið ánægjuefni og hann sýndi okkur að við þurfum ekki að kvíða neinu um framhaldið hvað þessa stöðu varðar," sagði Aron.

„Hann á í baráttu við Þóri Ólafsson um þessa stöðu en Þórir hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það var einna erfiðast að taka þá ákvörðun að skilja Arnór eftir í þetta skiptið."

Þórir mun deila stöðu hægri hornamanns með Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem getur líka spilað sem hægri skytta og er góður varnarmaður.

„Við þurfum Ásgeir þar sem að Alexander [Petersson] er tæpur vegna sinna meiðsla. Því var þetta niðurstaðan nú."


Tengdar fréttir

Alexander enn í miklu basli með öxlina

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir að það hafi verið talsvert púsluspil að velja íslenska landsliðshópinn fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×