Handbolti

Grosswallstadt náði í mikilvægt stig | Rúnar markahæstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar í leik með Grosswallstadt fyrr í þessum mánuði.
Rúnar í leik með Grosswallstadt fyrr í þessum mánuði. Nordic Photos / Getty Images
Rúnar Kárason fór mikinn þegar að Grosswallstadt gerði jafntefli við Gummersbach, 22-22, á heimavelli sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Rúnar skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæstur allra leikmanna á vellinum. Sverre Jakobsson spilaði í vörn Grosswallstadt.

Rúnar tók skot á lokasekúndu leiksins en það var varið af markverði Gummersbach. Grosswallstadt var með tveggja marka forystu þegar fimm mínútur voru eftir en náði ekki að skora á lokamínútum leiksins.

Stigið er engu að síður mikilvægt fyrir Grosswallstadt sem er í neðsta sæti deildarinnar með átta stig. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×