Rúmmikill og sparneytinn þjarkur Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2013 08:45 Hefur breyst mikið í útliti frá síðustu kynslóð og nú eru línur allar mjúkar og rúnnaðar. Ekki hefur borið mikið á nýjum bílum frá Mitsubishi á síðustu misserum og því telst það til enn meiri fréttar að frá þeim er kominn ný kynslóð af hinum vinsæla Outlander jepplingi. Síðasta kynslóð hans var reyndar orðin 8 ára gömul og því full ástæða til. Óvenjulegt er að ein kynslóð bíls endist svo lengi en frá 2006 hefur Mitsubishi selt ríflega 100.000 eintök af honum á ári og reyndar hátt í 170.000 bíla metárið 2007. útlitsbreytingin á Outlander er mikil og hafa mjúkar línur leyst af hólmi kantaðri og beinni línur. Um algerlega nýjan bíl er að ræða og Mitsubishi segir flest í honum nýtt. Með nýrri hönnun hans var haft í huga að fyrir í honum myndi komast Plug-In Hybrid tvinnkerfi og búast má við að sjá hann þannig búinn í haust. Eins og margur nýr bíllinn í dag hefur Outlander farið í væna megrun milli kynslóða og tapaði hann 144 kílóum í þetta skiptið og er það vel.Rúmgóður en hófstillt innrétting Nýi Outlander er talsvert mikið rúmbetri bíll en forveri hans, enda bólginn að sjá og býsna langur. Fyrir vikið er hann einn af rúmbetri jepplingum sem nú bjóðast. Svo langur er bíllinn að hann má fá í 7 manna útfærslu, en þegar þau sæti eru ekki í notkun falla þau niður og farangursrýmið verður alveg flatt. Flott útfærsla þar. Það er 477 lítrar og stækkar í 1.022 lítra ef aftursæti er fellt niður. Mitsubishi Outlander fæst bæði með bensín- og díselvél, en reyndur var bíll með dísilvél, sem búast má við að verði vinsælli. Það kom reynsluökumanni nokkuð á óvart hve hófstillt innréttinging bílsins er og talsvert frá því að teljast nýtískuleg. Aðgerðastýri með flipaskiptingu og snertiskjárinn fyrir miðju lyfta honum þó upp. Stjórna má flestu á snertiskjánum. Að öðru leiti er mælaborðið og stjórntæki ekki til að gleðja mjög augað, né sætin eða litaval. Allt virkar þetta þó vel og hljómkerfið gladdi ökumann fyrir ágæti sitt. Þó var verulega undarlegt að sjá að takkinn til að hækka og lækka í því er hægra megin á tækinu. Verulega undarleg staðsetning það. Allir farþegar sitja óvenju hátt í bílnum og slær þar hátt í jeppa. Útsýni er því gott og gluggar og gluggaumgjörð alls ekki til skerðingar hvað það varðar.Dísilvél með miklu togi Venjulegur akstur Outlander er fyrirhafnarlítill og ljúfur en slær þó engin met í þessum flokki bíla. Fyrir því finnst að þar fer nokkuð stór bíll. Hann er fínn í stýri en sökum ágætrar veghæðar og hárrar uppbyggingar bílsins hallast hann nokkuð í hröðum beygjum og farþegum er réttara að finna sér traustatak. Ekki var gengið langt að mörkum hans sökum of lítils veggrips og hættu á að þar léti eitthvað undan. Dísilvélin, sem er 2,2 lítrar og 150 hestöfl, er hinsvegar hin ágætasta, togar vel með sínum 380 Newtonmetrum og skemmtilegt er að gefa henni aðeins inn. Millihröðun er fín og hann vinnur sterklega á hærri snúningi. Þetta er greinilega fín vél því hún er að auki sparneytin og eyðir ekki nema 5,7 lítrum í blönduðum akstri. Ekki var alveg að marka reynsluaksturinn, sem svo til að öllu leiti fór fram innanbæjar, enda sýndi hann um tveggja lítra hærri tölu. Ágætt samt. Outlander hefur fína torfærueiginleika og fékk hann örlítið að finna fyrir og er drifgeta hans og fjórhjóladrif eitthvað sem hentar vel hérlendis. Nokkra furðu vakti, fyrir nýhannaðan bíl, hversu mikið heyrist í vélinni í farþegarýminu og veghljóð fær einnig alltof greiða leið þar inn. Þarna mætti Mitsubishi gera aðeins betur.Sumar nýjungar teljast vart til bótaNokkrar nýjungar fylgja nýjum Outlander og ein þeirra er línuskynjari sem lætur ökumann vita ef hann óvart er að fara yfir veglínu eða hreinlega sofnar undir stýri. Þessi búnaður er einn mest pirrandi búnaður sem ökumaður hefur kynnst og fyrsta verk væri að taka hann úr sambandi. Skynjarinn hélt uppi mjög vanþegnum tónleikum allan reynluaksturinn því skynjarinn er afar duglegur að láta vita af því ef nálgast er ökulínu, hvað þá ef ökumaður gerist svo djarfur að skipta um akrein. Þetta er ein af þeim mörgu óþörfu truflunum sem ökumenn ættu að geta verið án og full ástæða til að velta fyrir sér hvort búnaðurinn hafi ekki frekar þveröfug áhrif en þau sem til er ætlast. Sem betur fer var ekki nálgunarvari í bílnum, en þá gæti leiðin hafa legið á ákveðna gerð stofnana, frekar en uppí Heiðmörk. Tónleikar sem bárust úr hljókerfi bílsins voru af mun smekklegri gerð. Hægt er þó að slökkva á línuskynjaranum með einum takka. Annar og betri búnaður í bílnum er skriðstillir með árekstarvörn. Heldur hann réttri vegalengd milli bíla og bremsar ef þarf. Outlander bætist nú í stóran hóp jepplinga sem í boði eru. Allir hafa þeir sína kosti en stærstu kostir Outlander eru mikið rými, fín torfærugeta, 7 farþega kostur og ágætt verð. Óhætt er að mæla eindregið með einum sérstökum og flottum lit sem bíllinn býðst í, þ.e. bronslit. Bíllinn verður allur eðall og það stirnir á hann í sólinni. Kostir: Mikið rými, há sætisstaða, 7 sæti sem valkostur Ókostir: Lágstemmd innrétting, veg- og vélarhljóð, aksturseiginleikar 2,2 dísilvél, 150 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 150 g/km CO2 Hröðun: 11,7 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst Verð: 7.290.000 kr. Umboð: Hekla Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent
Hefur breyst mikið í útliti frá síðustu kynslóð og nú eru línur allar mjúkar og rúnnaðar. Ekki hefur borið mikið á nýjum bílum frá Mitsubishi á síðustu misserum og því telst það til enn meiri fréttar að frá þeim er kominn ný kynslóð af hinum vinsæla Outlander jepplingi. Síðasta kynslóð hans var reyndar orðin 8 ára gömul og því full ástæða til. Óvenjulegt er að ein kynslóð bíls endist svo lengi en frá 2006 hefur Mitsubishi selt ríflega 100.000 eintök af honum á ári og reyndar hátt í 170.000 bíla metárið 2007. útlitsbreytingin á Outlander er mikil og hafa mjúkar línur leyst af hólmi kantaðri og beinni línur. Um algerlega nýjan bíl er að ræða og Mitsubishi segir flest í honum nýtt. Með nýrri hönnun hans var haft í huga að fyrir í honum myndi komast Plug-In Hybrid tvinnkerfi og búast má við að sjá hann þannig búinn í haust. Eins og margur nýr bíllinn í dag hefur Outlander farið í væna megrun milli kynslóða og tapaði hann 144 kílóum í þetta skiptið og er það vel.Rúmgóður en hófstillt innrétting Nýi Outlander er talsvert mikið rúmbetri bíll en forveri hans, enda bólginn að sjá og býsna langur. Fyrir vikið er hann einn af rúmbetri jepplingum sem nú bjóðast. Svo langur er bíllinn að hann má fá í 7 manna útfærslu, en þegar þau sæti eru ekki í notkun falla þau niður og farangursrýmið verður alveg flatt. Flott útfærsla þar. Það er 477 lítrar og stækkar í 1.022 lítra ef aftursæti er fellt niður. Mitsubishi Outlander fæst bæði með bensín- og díselvél, en reyndur var bíll með dísilvél, sem búast má við að verði vinsælli. Það kom reynsluökumanni nokkuð á óvart hve hófstillt innréttinging bílsins er og talsvert frá því að teljast nýtískuleg. Aðgerðastýri með flipaskiptingu og snertiskjárinn fyrir miðju lyfta honum þó upp. Stjórna má flestu á snertiskjánum. Að öðru leiti er mælaborðið og stjórntæki ekki til að gleðja mjög augað, né sætin eða litaval. Allt virkar þetta þó vel og hljómkerfið gladdi ökumann fyrir ágæti sitt. Þó var verulega undarlegt að sjá að takkinn til að hækka og lækka í því er hægra megin á tækinu. Verulega undarleg staðsetning það. Allir farþegar sitja óvenju hátt í bílnum og slær þar hátt í jeppa. Útsýni er því gott og gluggar og gluggaumgjörð alls ekki til skerðingar hvað það varðar.Dísilvél með miklu togi Venjulegur akstur Outlander er fyrirhafnarlítill og ljúfur en slær þó engin met í þessum flokki bíla. Fyrir því finnst að þar fer nokkuð stór bíll. Hann er fínn í stýri en sökum ágætrar veghæðar og hárrar uppbyggingar bílsins hallast hann nokkuð í hröðum beygjum og farþegum er réttara að finna sér traustatak. Ekki var gengið langt að mörkum hans sökum of lítils veggrips og hættu á að þar léti eitthvað undan. Dísilvélin, sem er 2,2 lítrar og 150 hestöfl, er hinsvegar hin ágætasta, togar vel með sínum 380 Newtonmetrum og skemmtilegt er að gefa henni aðeins inn. Millihröðun er fín og hann vinnur sterklega á hærri snúningi. Þetta er greinilega fín vél því hún er að auki sparneytin og eyðir ekki nema 5,7 lítrum í blönduðum akstri. Ekki var alveg að marka reynsluaksturinn, sem svo til að öllu leiti fór fram innanbæjar, enda sýndi hann um tveggja lítra hærri tölu. Ágætt samt. Outlander hefur fína torfærueiginleika og fékk hann örlítið að finna fyrir og er drifgeta hans og fjórhjóladrif eitthvað sem hentar vel hérlendis. Nokkra furðu vakti, fyrir nýhannaðan bíl, hversu mikið heyrist í vélinni í farþegarýminu og veghljóð fær einnig alltof greiða leið þar inn. Þarna mætti Mitsubishi gera aðeins betur.Sumar nýjungar teljast vart til bótaNokkrar nýjungar fylgja nýjum Outlander og ein þeirra er línuskynjari sem lætur ökumann vita ef hann óvart er að fara yfir veglínu eða hreinlega sofnar undir stýri. Þessi búnaður er einn mest pirrandi búnaður sem ökumaður hefur kynnst og fyrsta verk væri að taka hann úr sambandi. Skynjarinn hélt uppi mjög vanþegnum tónleikum allan reynluaksturinn því skynjarinn er afar duglegur að láta vita af því ef nálgast er ökulínu, hvað þá ef ökumaður gerist svo djarfur að skipta um akrein. Þetta er ein af þeim mörgu óþörfu truflunum sem ökumenn ættu að geta verið án og full ástæða til að velta fyrir sér hvort búnaðurinn hafi ekki frekar þveröfug áhrif en þau sem til er ætlast. Sem betur fer var ekki nálgunarvari í bílnum, en þá gæti leiðin hafa legið á ákveðna gerð stofnana, frekar en uppí Heiðmörk. Tónleikar sem bárust úr hljókerfi bílsins voru af mun smekklegri gerð. Hægt er þó að slökkva á línuskynjaranum með einum takka. Annar og betri búnaður í bílnum er skriðstillir með árekstarvörn. Heldur hann réttri vegalengd milli bíla og bremsar ef þarf. Outlander bætist nú í stóran hóp jepplinga sem í boði eru. Allir hafa þeir sína kosti en stærstu kostir Outlander eru mikið rými, fín torfærugeta, 7 farþega kostur og ágætt verð. Óhætt er að mæla eindregið með einum sérstökum og flottum lit sem bíllinn býðst í, þ.e. bronslit. Bíllinn verður allur eðall og það stirnir á hann í sólinni. Kostir: Mikið rými, há sætisstaða, 7 sæti sem valkostur Ókostir: Lágstemmd innrétting, veg- og vélarhljóð, aksturseiginleikar 2,2 dísilvél, 150 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 150 g/km CO2 Hröðun: 11,7 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst Verð: 7.290.000 kr. Umboð: Hekla
Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent