Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 21-22 | FH á montréttinn Benedikt Grétarsson skrifar 25. mars 2013 15:23 Mynd/Daníel Það verða FH-ingar sem halda montréttinum í Hafnarfirði næstu dagana en liðið sigraði granna sína í Haukum, 21-22, í lokaumferð N1-deildarinnar í kvöld. FH hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 9-13. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark í síðari hálfleik en komust ekki nær og FH fagnaði sigri. Þetta var þriðja tap Hauka í röð og ljóst að deildarmeistararnir þurfa að bæta sinn leik verulega ef liðið ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Haukar mæta ÍR-ingum í úrslitakeppninni sem hefst eftir páskafrí en FH mætir Fram. Markahæstur í liði FH var Einar Rafn Eiðsson með 5 mörk en Árni Steinn Steinþórsson var markahæstur hjá Haukum með 7 mörk. Haukar mættu til leiks án Gylfa Gylfasonar og Arons Rafns Eðvarðssonar en fjarvera þeirra virtist ekki há heimamönnum í upphafi leiks. Haukar spiluðu sterka vörn og komust í 2-0. Töluverð stemming var í herbúðum þeirra rauðklæddu og gestirnir úr Krikanum virkuðu ráðvilltir í upphafi. Þessi góða byrjun Hauka var þó innistæulaus tékki og ekki leið á löngu þar til FH náði góðum tökum á leiknum. Gestirnir skoruðu átta mörk gegn einu á 12 mínútna kafla og komust í þægilega 5 marka forystu, 8-3. FH hélt undirtökunum út hálfeikinn og komst mest í 7 marka forystu í stöðunni 13-6. Heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna áður en hálfleiksflautan gall og því munaði fjórum mörkum í hálfleik, 9-13. Deildarmeistararnir mættu afskaplega grimmir til leiks í síðari hálfleik eftir ákveðna ræðu Arons Kristjánssonar og voru búnir að minnka muninn í aðeins eitt mark eftir fjögurra mínútna leik. Sóknarleikur Hauka hafði verið í molum í fyrri hálfleik en gekk mun betur á þessum kafla. FH spýtti í lófana að nýju og náði aftur að rykkja frá heimamönnum. Haukar neituðu að gefast upp og þegar 13 mínútur voru til leiksloka, munaði aftur einu marki, 18-19. Gestirnir frá Kaplakrika náðu þá aftur góðum kafla og kláruðu leikinn með sterkum varnarleik og öguðum sóknarleik. Engu skipti þó að Haukar skoruðu síðustu 3 mörk leiksins, FH sigraði með einu marki og verður sá sigur að teljast sanngjarn. Varnarleikur FH var lykillinn að þessum sigri í kvöld og liðið á hrós skilið fyrir að halda sínu striki, þrátt fyrir áhlaup Hauka. FH mætir Fram í úrslitakepninni og það verða án efa hörku viðureignir. Haukar voru stirðir sóknarlega, ekki í fyrsta sinn. Vörnin var hins vegar ágæt og Einar Ólafur átti fína innkomu í markið. Hauka bíður erfitt verkefni í úrslitakeppninni, gegn nýkrýndum bikarmeisturum ÍR.Einar Andri: Alltof löng pása framundan „Ég er mjög ánægður með liðið, að gíra sig upp í þannig lagað þýðingarlausan leik þó að hann hafi vissulega þýðingu fyrir fjölmarga Hafnfirðinga," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leik. „Við spiluðum á löngum köflum ágætan handbolta og ég er bara sáttur." Einar var sáttur við varnarleik sinna manna og sagði hann gott framhald á leiknum við Fram. „Markvarslan var líka ágæt en við lentum í smá vandræðum í sókninni þegar Haukarnir fóru að ganga betur út í okkur." „Þessi pása sem við erum að fara í núna vegna páska og landsliðsverkefna er vissulega nokkuð löng og ég held að það skipti engu máli hvort að maður hafi verið að vinna eða tapa, hún er bara mjög löng. Svona er þetta bara og ekkert við þessu að gera." Þjálfarinn þarf ekki að hitta Haukamenn á morgun þegar hann mætir til vinnu. „Ég vinn nú ekki með mörgum Haukamönnum en ég vinn með fullt af FH-ingum sem hefðu látið mig fá það óþvegið ef leikurinn hefði tapast," sagði Einar léttur að lokum.Aron: Hundfúlt að tapa gegn FH Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var frekar vonsvikinn eftir tap gegn erkifjendunum. „Ég er auðvitað bara hundfúll að tapa aftur gegn FH, okkar öðrum leik í röð. Það er aldrei gaman og venst aldrei. Fyrri hálfleikurinn var bara hundlélegur en ég er sáttur við vinnuframlagið hjá mínum mönnum í síðari hálfleik." „Þetta þróaðist svolítið svona stöngin-út hjá okkur í síðari hálfleiknum á ögurstundu en baráttan var góð og frammistaða Einars í markinu var virkilega ánægjuleg. Skotnýtingin hjá skyttunum er hins vegar mjög léleg og þarf að batna." Deildarmeistararnir mæta bikarmeisturum ÍR í úrslitakeppninni og Aron viðurkennir að það verði erfitt verkefni. „Þeir eru með hörkulið og eru auðvitað nýbúnir að landa bikarnum. Við höfum unnið þá tvisvar í vetur og þeir okkur sömuleiðis tvisvar. Þeir eru búnir að vera stöðugri en við eftir áramót og kannski verður einhver pressa á þeim að halda þeim standard inn í úrslitakeppnina."Andri Berg: Best að vera heima Varnarbuffið Andri Berg var brosmildur eftir leik, enda nýbúinn að sigra „litla bróður". „Það er bara geggjað að vinna Hauka. Það skiptir engu hvað er í gangi í deildinni þegar þessir leikir eru spilaðir, þetta er alltaf brjáluð barátta." Andra finnst ákveðinn stígandi vera í leik FH eftir tvo góða sigra á sterkum liðum Fram og Hauka. „Við komum sterkir varnarlega í þennan leik og við erum með fínan stíganda í liðinu. Það verður æðislegt að mæta mínum gömlu félögum." Andri getur ekki annað en viðurkennt að það sé gott að vera kominn aftur í Krikann. „Það er langbest að vera heima, ekki spurning. Heima er best," sagði Andri brosandi. Olís-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Það verða FH-ingar sem halda montréttinum í Hafnarfirði næstu dagana en liðið sigraði granna sína í Haukum, 21-22, í lokaumferð N1-deildarinnar í kvöld. FH hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 9-13. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark í síðari hálfleik en komust ekki nær og FH fagnaði sigri. Þetta var þriðja tap Hauka í röð og ljóst að deildarmeistararnir þurfa að bæta sinn leik verulega ef liðið ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Haukar mæta ÍR-ingum í úrslitakeppninni sem hefst eftir páskafrí en FH mætir Fram. Markahæstur í liði FH var Einar Rafn Eiðsson með 5 mörk en Árni Steinn Steinþórsson var markahæstur hjá Haukum með 7 mörk. Haukar mættu til leiks án Gylfa Gylfasonar og Arons Rafns Eðvarðssonar en fjarvera þeirra virtist ekki há heimamönnum í upphafi leiks. Haukar spiluðu sterka vörn og komust í 2-0. Töluverð stemming var í herbúðum þeirra rauðklæddu og gestirnir úr Krikanum virkuðu ráðvilltir í upphafi. Þessi góða byrjun Hauka var þó innistæulaus tékki og ekki leið á löngu þar til FH náði góðum tökum á leiknum. Gestirnir skoruðu átta mörk gegn einu á 12 mínútna kafla og komust í þægilega 5 marka forystu, 8-3. FH hélt undirtökunum út hálfeikinn og komst mest í 7 marka forystu í stöðunni 13-6. Heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna áður en hálfleiksflautan gall og því munaði fjórum mörkum í hálfleik, 9-13. Deildarmeistararnir mættu afskaplega grimmir til leiks í síðari hálfleik eftir ákveðna ræðu Arons Kristjánssonar og voru búnir að minnka muninn í aðeins eitt mark eftir fjögurra mínútna leik. Sóknarleikur Hauka hafði verið í molum í fyrri hálfleik en gekk mun betur á þessum kafla. FH spýtti í lófana að nýju og náði aftur að rykkja frá heimamönnum. Haukar neituðu að gefast upp og þegar 13 mínútur voru til leiksloka, munaði aftur einu marki, 18-19. Gestirnir frá Kaplakrika náðu þá aftur góðum kafla og kláruðu leikinn með sterkum varnarleik og öguðum sóknarleik. Engu skipti þó að Haukar skoruðu síðustu 3 mörk leiksins, FH sigraði með einu marki og verður sá sigur að teljast sanngjarn. Varnarleikur FH var lykillinn að þessum sigri í kvöld og liðið á hrós skilið fyrir að halda sínu striki, þrátt fyrir áhlaup Hauka. FH mætir Fram í úrslitakepninni og það verða án efa hörku viðureignir. Haukar voru stirðir sóknarlega, ekki í fyrsta sinn. Vörnin var hins vegar ágæt og Einar Ólafur átti fína innkomu í markið. Hauka bíður erfitt verkefni í úrslitakeppninni, gegn nýkrýndum bikarmeisturum ÍR.Einar Andri: Alltof löng pása framundan „Ég er mjög ánægður með liðið, að gíra sig upp í þannig lagað þýðingarlausan leik þó að hann hafi vissulega þýðingu fyrir fjölmarga Hafnfirðinga," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leik. „Við spiluðum á löngum köflum ágætan handbolta og ég er bara sáttur." Einar var sáttur við varnarleik sinna manna og sagði hann gott framhald á leiknum við Fram. „Markvarslan var líka ágæt en við lentum í smá vandræðum í sókninni þegar Haukarnir fóru að ganga betur út í okkur." „Þessi pása sem við erum að fara í núna vegna páska og landsliðsverkefna er vissulega nokkuð löng og ég held að það skipti engu máli hvort að maður hafi verið að vinna eða tapa, hún er bara mjög löng. Svona er þetta bara og ekkert við þessu að gera." Þjálfarinn þarf ekki að hitta Haukamenn á morgun þegar hann mætir til vinnu. „Ég vinn nú ekki með mörgum Haukamönnum en ég vinn með fullt af FH-ingum sem hefðu látið mig fá það óþvegið ef leikurinn hefði tapast," sagði Einar léttur að lokum.Aron: Hundfúlt að tapa gegn FH Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var frekar vonsvikinn eftir tap gegn erkifjendunum. „Ég er auðvitað bara hundfúll að tapa aftur gegn FH, okkar öðrum leik í röð. Það er aldrei gaman og venst aldrei. Fyrri hálfleikurinn var bara hundlélegur en ég er sáttur við vinnuframlagið hjá mínum mönnum í síðari hálfleik." „Þetta þróaðist svolítið svona stöngin-út hjá okkur í síðari hálfleiknum á ögurstundu en baráttan var góð og frammistaða Einars í markinu var virkilega ánægjuleg. Skotnýtingin hjá skyttunum er hins vegar mjög léleg og þarf að batna." Deildarmeistararnir mæta bikarmeisturum ÍR í úrslitakeppninni og Aron viðurkennir að það verði erfitt verkefni. „Þeir eru með hörkulið og eru auðvitað nýbúnir að landa bikarnum. Við höfum unnið þá tvisvar í vetur og þeir okkur sömuleiðis tvisvar. Þeir eru búnir að vera stöðugri en við eftir áramót og kannski verður einhver pressa á þeim að halda þeim standard inn í úrslitakeppnina."Andri Berg: Best að vera heima Varnarbuffið Andri Berg var brosmildur eftir leik, enda nýbúinn að sigra „litla bróður". „Það er bara geggjað að vinna Hauka. Það skiptir engu hvað er í gangi í deildinni þegar þessir leikir eru spilaðir, þetta er alltaf brjáluð barátta." Andra finnst ákveðinn stígandi vera í leik FH eftir tvo góða sigra á sterkum liðum Fram og Hauka. „Við komum sterkir varnarlega í þennan leik og við erum með fínan stíganda í liðinu. Það verður æðislegt að mæta mínum gömlu félögum." Andri getur ekki annað en viðurkennt að það sé gott að vera kominn aftur í Krikann. „Það er langbest að vera heima, ekki spurning. Heima er best," sagði Andri brosandi.
Olís-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira