Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 25-21 | Mosfellingar fallnir Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2013 19:00 Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Leikurinn byrjaði með miklum látum og gríðarlega barátta var í báðum liðum. Það sauð oft á tíðum upp úr á fyrstu mínútunum og lá við slagsmálum. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 2-0 en Valsmenn skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Valsmenn fóru þá loks í gang og sóknarleikur þeirra fór að smella saman. Þegar þrettán mínútur voru eftir var staðan er orðin 7-5 fyrir heimamenn. Valsmenn voru magnaðir í sinni framliggjandi vörn og leikmenn Aftureldingar vissu oft á tíðum ekkert hvernig bregðast átti við. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum 12-8. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11 eftir að gestirnir gáfu í á lokaspretti hálfleiksins. Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu strax metin í 13-13. Þá fóru Valsmenn aftur í gang og komust fljótlega eftir það aftur tveimur mörkum yfir, 15-13. Leikurinn var spennandi alveg til enda en Valsmenn alltaf einu skrefi á undan. Frábær varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Val en honum lauk með sigri heimamanna 25-21. Lárus Helgi: Ótrúlegur varnarleikur í kvöld„Þetta er frábært," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Vals, sáttur að leikslokum. „Nú er bara framundan þetta umspil og við verðum klárið í þann slag. Við erum alls ekkert að fara slaka á núna, við höfum séð þessi 1. deildarlið fara virkilega illa með nokkur lið í N1-deildinni." „Það var gríðarleg barátta í leiknum og maður hugsaði til að byrja með hvað myndu mörg rauð spjöld fara á loft í kvöld." „Þessi vörn hefur verið mögnuð hjá okkur eftir áramót og frammistaða strákana í hjarta varnarinnar var með ólíkindum í kvöld." Lárus Helgi skoraði síðasta mark leiksins í kvöld, yfir allan völlinn og fagnaði gríðarlega. „Maður var að setja einn mark í kvöld. Davíð Svansson (markvörður Aftureldingar) hefur áður skorað gegn mér og ég varð að klína boltanum í netið í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Fannar: Leikurinn í kvöld var aðal hindrunin„Það sem lagði grunninn að þessum sigri var klárlega þéttur varnarleikur," sagði Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við ætluðum að mæta dýrvitlausir alveg frá byrjun og leggja strax línurnar. Það tókst svona líka vel og við gáfum ekkert eftir alveg til enda." „Við vorum kannski smávegis í vandræðum sóknarlega til að byrja með en fyrir utan það fannst mér við hafa þennan leik alltaf." „Þetta er búið að vera skrítin vetur og liðið hefur gengið í gegnum margt. Þjálfarinn er látinn fara og nýir leikmenn koma inn í hópinn. Við vorum oft á tíðum rosalega langt niðri andlega en markmiðið hafðist og við ætlum okkur að vera í efstu deild að ári." „Nú tekur við umspil sem ég óttast ekkert og tel að við séum með mun betra lið en öll hin liðin í þessu umspili. Aðalhindrunin var í kvöld og við stóðumst hana."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Myndir / Vilhelm Gunnarsson Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Leikurinn byrjaði með miklum látum og gríðarlega barátta var í báðum liðum. Það sauð oft á tíðum upp úr á fyrstu mínútunum og lá við slagsmálum. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 2-0 en Valsmenn skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Valsmenn fóru þá loks í gang og sóknarleikur þeirra fór að smella saman. Þegar þrettán mínútur voru eftir var staðan er orðin 7-5 fyrir heimamenn. Valsmenn voru magnaðir í sinni framliggjandi vörn og leikmenn Aftureldingar vissu oft á tíðum ekkert hvernig bregðast átti við. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum 12-8. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11 eftir að gestirnir gáfu í á lokaspretti hálfleiksins. Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu strax metin í 13-13. Þá fóru Valsmenn aftur í gang og komust fljótlega eftir það aftur tveimur mörkum yfir, 15-13. Leikurinn var spennandi alveg til enda en Valsmenn alltaf einu skrefi á undan. Frábær varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Val en honum lauk með sigri heimamanna 25-21. Lárus Helgi: Ótrúlegur varnarleikur í kvöld„Þetta er frábært," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Vals, sáttur að leikslokum. „Nú er bara framundan þetta umspil og við verðum klárið í þann slag. Við erum alls ekkert að fara slaka á núna, við höfum séð þessi 1. deildarlið fara virkilega illa með nokkur lið í N1-deildinni." „Það var gríðarleg barátta í leiknum og maður hugsaði til að byrja með hvað myndu mörg rauð spjöld fara á loft í kvöld." „Þessi vörn hefur verið mögnuð hjá okkur eftir áramót og frammistaða strákana í hjarta varnarinnar var með ólíkindum í kvöld." Lárus Helgi skoraði síðasta mark leiksins í kvöld, yfir allan völlinn og fagnaði gríðarlega. „Maður var að setja einn mark í kvöld. Davíð Svansson (markvörður Aftureldingar) hefur áður skorað gegn mér og ég varð að klína boltanum í netið í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Fannar: Leikurinn í kvöld var aðal hindrunin„Það sem lagði grunninn að þessum sigri var klárlega þéttur varnarleikur," sagði Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við ætluðum að mæta dýrvitlausir alveg frá byrjun og leggja strax línurnar. Það tókst svona líka vel og við gáfum ekkert eftir alveg til enda." „Við vorum kannski smávegis í vandræðum sóknarlega til að byrja með en fyrir utan það fannst mér við hafa þennan leik alltaf." „Þetta er búið að vera skrítin vetur og liðið hefur gengið í gegnum margt. Þjálfarinn er látinn fara og nýir leikmenn koma inn í hópinn. Við vorum oft á tíðum rosalega langt niðri andlega en markmiðið hafðist og við ætlum okkur að vera í efstu deild að ári." „Nú tekur við umspil sem ég óttast ekkert og tel að við séum með mun betra lið en öll hin liðin í þessu umspili. Aðalhindrunin var í kvöld og við stóðumst hana."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Myndir / Vilhelm Gunnarsson
Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira