Ford borgar 23,6 milljónir á mann og lokar í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2013 00:01 Með síðustu bílum Ford sem smíðaðir verða í Genk Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á þessu ári. Það er líklega fáheyrt að fyrirtæki þurfi að greiða svo háar bætur til starfsmanna þegar vinnustað er lokað, en það virðist raunin hjá Ford nú. Ford hefur lengi haft það á prjónunum að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu en erfitt hefur reynst að semja við stéttarfélag starfsmanna þess. Lokaniðurstaðan er semsagt að greiða að 4.000 starfsmönnum verksmiðjunnar að meðatali 187.500 dollara, eða 23,6 milljónir króna á hvern starfsmann og loka í kjölfarið. Ford er enn að semja við 300 aðra starfsmenn sem þarna vinna svo kostnaðurinn gæti farið vel yfir þá 94 milljarða króna sem þegar hefur verið stofnað til. Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á árinu, en herkostnaðurinn við það verður greinilega þungur baggi. Ford gerði ráð fyrir því að tapa 250 milljörðum króna á starfssemi sinni í Evrópu á þessu ári. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður
Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á þessu ári. Það er líklega fáheyrt að fyrirtæki þurfi að greiða svo háar bætur til starfsmanna þegar vinnustað er lokað, en það virðist raunin hjá Ford nú. Ford hefur lengi haft það á prjónunum að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu en erfitt hefur reynst að semja við stéttarfélag starfsmanna þess. Lokaniðurstaðan er semsagt að greiða að 4.000 starfsmönnum verksmiðjunnar að meðatali 187.500 dollara, eða 23,6 milljónir króna á hvern starfsmann og loka í kjölfarið. Ford er enn að semja við 300 aðra starfsmenn sem þarna vinna svo kostnaðurinn gæti farið vel yfir þá 94 milljarða króna sem þegar hefur verið stofnað til. Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á árinu, en herkostnaðurinn við það verður greinilega þungur baggi. Ford gerði ráð fyrir því að tapa 250 milljörðum króna á starfssemi sinni í Evrópu á þessu ári.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður