Handbolti

Guif-liðið fékk stóran skell

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Andrésson, þjálfari Guif.
Kristján Andrésson, þjálfari Guif.
Sävehof vantar nú bara einn sigur í viðbót til að senda lærisveina Kristjáns Andréssonar í Guif í sumarfrí eftir stórsigur í dag í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum sænska karlahandboltans.

Eftir tvo jafna og æsispennandi leiki þar sem hvort liðið vann nauman eins marks heimasigur var aldrei spurning hvort liðið væri sterkara í dag. Sävehof komst strax í 9-4 og var 14-9 yfir í hálfleik. Sävehof skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og var síðan komið tíu mörkum yfir þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður.

Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark fyrir Guif en Haukur Andrésson komst ekki á blað í þessum leik.

Kristján tók leikhlé eftir tíu mínútur í stöðunni 4-2 fyrir Sävehof og svo aftur eftir rúmar 42 mínútur í stöðunni 19-11 fyrir Sävehof. Hvorugt leikhléið náði að kveikja í hans mönnum og sigur Sävehof var afar sannfærandi.

Næsti leikur fer fram á heimavelli Guif í Eskilstuna og þar getur Sävehof tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×