Það má með sanni segja að dragtir í hinum ýmsu útfærslum séu heitasta vor- og sumartrendið þetta árið. Buxnadragtir hafa verið mjög vinsælar síðustu misseri og með vorinu koma pilsdragtirnar sterkar inn, en margar vel klæddar dömur hafa sést í pilsi og jakka í stíl upp á síðkastið.
Anna Delo Russo spókaði sig um í pilsdragt á tískuvikunum.Stella McCartney glæsileg í pilsdragt úr eigin smiðju.Anna Wintour veit hvað hún syngur.Falleg bleik ullardragt.