Land Rover íhugar minni jeppling Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2013 12:30 Myndi keppa við bíla eins og BMW X1, Mini Countryman og Porsche Macan. Land Rover bílar eru dýrir bílar en fyrirtækið íhugar að auka verulega sölu sína með enn minni bíl en Range Rover Evoque og Land Rover Freelander. Slíkur bíll myndi keppa við bíla eins og BMW X1, Mini Countryman og Porsche Macan sem enn er ekki kominn í sölu. Þessi flokkur bíla er mjög vaxandi og spár benda til að svo muni verða um hríð. Verðið á þessháttar bíl yrði um 18.000 pund eða um 27.500 dollarar, þ.e. kringum þrjár og hálfa milljón króna. Bíllinn gæti orðið líkur hugmyndabílnum Land Rover DC100 sem hér sést. Ekkert hefur verið ákveðið enn og stjórnendur Land Rover sitja nú yfir þessari viðskiptahugmynd og ef hún lítur vel út munu þeir láta slag standa. Sannarlega er Land Rover DC100 sætur jepplingur, kubbslegur eins og títt er um Land Rover bíla en fallega teiknaður. Tíminn einn verður að leiða í ljós hvort af honum verður. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent
Myndi keppa við bíla eins og BMW X1, Mini Countryman og Porsche Macan. Land Rover bílar eru dýrir bílar en fyrirtækið íhugar að auka verulega sölu sína með enn minni bíl en Range Rover Evoque og Land Rover Freelander. Slíkur bíll myndi keppa við bíla eins og BMW X1, Mini Countryman og Porsche Macan sem enn er ekki kominn í sölu. Þessi flokkur bíla er mjög vaxandi og spár benda til að svo muni verða um hríð. Verðið á þessháttar bíl yrði um 18.000 pund eða um 27.500 dollarar, þ.e. kringum þrjár og hálfa milljón króna. Bíllinn gæti orðið líkur hugmyndabílnum Land Rover DC100 sem hér sést. Ekkert hefur verið ákveðið enn og stjórnendur Land Rover sitja nú yfir þessari viðskiptahugmynd og ef hún lítur vel út munu þeir láta slag standa. Sannarlega er Land Rover DC100 sætur jepplingur, kubbslegur eins og títt er um Land Rover bíla en fallega teiknaður. Tíminn einn verður að leiða í ljós hvort af honum verður.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent