Handbolti

Arnór á leikskýrslu hjá Flensburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur verst hér Domagoj Duvnjak í leiknum í kvöld.
Ólafur verst hér Domagoj Duvnjak í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Flensburg og Hamburg skildu jöfn, 23-23, í fyrsta leik þýsku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjafríið.

Staðan í hálfleik var 12-9, gestunum frá Hamburg í vil. Það var svo jafnt á nánast öllum tölum síðasta stundarfjórðunginn en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigur á lokamínútunum.

Hvorugu liði tókst þó að skora á síðustu þremur mínútum leiksins þegar uppi var staðið. Johannes Bitter, markvörður Hamburg, varði síðasta skot leiksins frá Petar Djordjic.

Ólafur Gústafsson fékk gult spjald í leiknum en skoraði ekki.

Arnór Atlason er einnig á mála hjá liðinu en er frá vegna meiðsla. Hann var á leikskýrslu í kvöld sem A-starfsmaður Flensburg sem ætti samkvæmt venju að vera aðalþjálfari viðkomandi félagsins. Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg, var skráður sem B-starfsmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×