Real Madrid er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur, 3-0, á Galatasaray í kvöld.
Yfirburðir spænsku meistaranna voru nokkir í kvöld. Cristiano Ronaldo kom þeim á bragðið með laglegu marki og eftir það var aldrei spurning hvernig færi.
Benzema skoraði einnig gott mark og skallamark Higuain í síðari hálfleik gerði nánast út um rimmuna. Til að bæta gráu ofan á svart verður Yilmaz, aðalmarkaskorari tyrkneska liðsins, í banni í seinni leiknum.
Ekkert útivallarmark hjá Galatasaray og það þarf mikið að gerast til þess að Real Madrid rúlli ekki inn í undanúrslit.
Real Madrid valtaði yfir Galatasaray
