Handbolti

Ilic fer frá Kiel í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Serbneska stórskyttan Momir Ilic mun yfirgefa herbúðir Kiel í sumar þegar að samningur hans við félagið rennur út.

Þetta tilkynnti Kiel í dag. Félagið bauð honum nýjan tveggja ára samning en aðilar náðu á endanum ekki samkomulagi.

Ilic kom frá Gummersbach árið 2009 en þar starfaði hann einnig með þjálfaranum Alfreð Gíslasyni, sem þjálfar Kiel nú.

„Ég er auðvitað leiður yfir því að fara frá félaginu eftir fjögur góð ár. Ég er þakklátur Kiel og þá sérstaklega Alfreð fyrir það sem ég fékk að upplifa hér.“

Daniel Narcisse mun einnig fara frá Kiel í sumar en þá koma þeir Johan Sjöstrand, Wael Jallouz og Rasmus Lauge Schmidt til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×