Suzuki hefur selt 50 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2013 11:30 Suzuki hefur mjög háa markaðshlutdeild í Indlandi. Þau tímamót urða hjá Suzuki í síðastliðnum mánuði að fyrirtækið seldi 50 milljónasta bílinn frá upphafi. Meirihluti þeirra hefur selst utan heimalandsins Japan, eða 28 milljón bílar en 22 milljónir heimafyrir. Þannig hafa 44% þeirra selst í Japan, 23% í Indlandi, 11% í Evrópu, 6% í Kína, 3% í Bandaríkjunum og Kanada og restin annarsstaðar. Suzuki bílaframleiðandinn er þekktastur fyrir smáa bíla og er það enn. Af núverandi framleiðslu má nefna smáu bílana Alto, Splash og Swift og litla jeppann Jimny. Suzuki SX4 er víða minnsti fjórhjóladrifni jepplingur sem fæst. Framleiðsla Suzuki nú fer fram á 12 stöðum í 11 löndum og eru bílar Suzuki seldir í 179 löndum. Markaðshlutdeild Suzuki er mjög eftirtektarverð, en þar er Suzuki meðal stærstu bílaframleiðenda. Suzuki náði 10 milljón bíla markinu árið 1989, 20 milljón 1998, 30 milljón árið 2004, 40 milljón 2009 og 50 milljón nú í mars. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent
Suzuki hefur mjög háa markaðshlutdeild í Indlandi. Þau tímamót urða hjá Suzuki í síðastliðnum mánuði að fyrirtækið seldi 50 milljónasta bílinn frá upphafi. Meirihluti þeirra hefur selst utan heimalandsins Japan, eða 28 milljón bílar en 22 milljónir heimafyrir. Þannig hafa 44% þeirra selst í Japan, 23% í Indlandi, 11% í Evrópu, 6% í Kína, 3% í Bandaríkjunum og Kanada og restin annarsstaðar. Suzuki bílaframleiðandinn er þekktastur fyrir smáa bíla og er það enn. Af núverandi framleiðslu má nefna smáu bílana Alto, Splash og Swift og litla jeppann Jimny. Suzuki SX4 er víða minnsti fjórhjóladrifni jepplingur sem fæst. Framleiðsla Suzuki nú fer fram á 12 stöðum í 11 löndum og eru bílar Suzuki seldir í 179 löndum. Markaðshlutdeild Suzuki er mjög eftirtektarverð, en þar er Suzuki meðal stærstu bílaframleiðenda. Suzuki náði 10 milljón bíla markinu árið 1989, 20 milljón 1998, 30 milljón árið 2004, 40 milljón 2009 og 50 milljón nú í mars.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent