Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Kolbeinn Tumi Daðason í Safamýri skrifar 16. apríl 2013 14:50 Mynd/Stefán Leikur liðanna í kvöld var í raun spegilmynd af leiknum í Krikanum á laugardaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu heimamenn mun betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og tókst FH-ingum aldrei að ógna heimamönnum að ráði. Magnús Erlendsson var frábær í marki Framara í síðari hálfleik en vörnin stóð einnig mjög vel. Gestirnir skoruðu aðeins átján mörk sem er frekar sjaldséð í íslenskum karlahandbolta. Segja má að FH hafi verið í basli sóknarlega frá fyrstu mínútu. Framarar vorou fljótir að brjóta á þeim sem þurftu fyrir vikið að hafa mikið fyrir mörkum sínum. Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH sem var í sérflokki í fyrsta leiknum, sá ekki til sólar og skoraði aðeins tvö mörk í tíu tilraunum. Magnús varði 19 skot FH-inga og varnarmenn Framara bættu nokkrum í púkkið. Níu leikmenn Fram skoruðu mörkin 24 en aðeins sex leikmenn FH komust á blað. Daníel Freyr varði 16 skot hjá FH og var þeirra skástur. Þá skoraði Þorkell Magnússon nokkur góð mörk úr þröngum færum þegar FH þurfti á að halda. Ægir Hrafn: Þurftum að auka geðveikina„Munurinn á okkur var að við mættum til leiks. Þetta var hörmung á laugardaginn og það sáu allir að þetta vorum ekki við,“ sagði varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson í leikslok. Hann sagði Framara hafa lagt upp með að auka geðveikina í leik sínum og skemmta sér. Framarar fögnuðu öllum mörkum af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. „Þetta er úrslitakeppni og við erum að æfa sex sinnum í viku útaf þessu. Ef við hefðum ekki gaman að þessu gætum við sleppt þessu,“ sagði Ægir. Magnús Erlendsson varði vel í markinu ólíkt því sem var á laugardaginn. „Vörnin var engin á laugardaginn og erfitt fyrir markmann að vakna með gatasigti fyrir framan sig. Nú var hún góð og Maggi kom inn,“ sagði Ægir. Hann er klár á því að Framarar eru með sterkara lið en FH. „Já, þú sást það í dag,“ sagði Ægir og hló. Ásbjörn: Eintómt einstaklingsframtak„Við erum að fara yfir það í huganum hvað við gerðum vitlaust í leiknum. Fátt annað kemst að núna,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, þungt hugsi leikstjórnandi FH-inga, í leikslok. FH-ingar misstu Framara fram úr sér í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við líka á hælunum í fyrri hálfleik. Við fórum illa með góðar stöður og svo fór allt í baklás í seinni hálfleik. Gerðum okkur seka um að brjóta okkur út úr leikskipulaginu trekk í trekk,“ sagði Ásbjörn. Leikstjórnandinn taldi sína menn ekki hafa verið of hátt uppi eftir níu marka sigur á laugardaginn. „Ég held ekki. Framararnir hittu á góðan dag og hlutirnir duttu fyrir þá. Þeir fá hraðaupphlaup einum fleiri og annað,“ sagði Ásbjörn. Menn voru of mikið að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur. „Þetta var eintómt einstaklingsframtak. Við létum þá brjóta án þess að ná að opna fyrir næsta. Fengum ekki aukasendingar í hornin eða á milli eitt og tvö,“ sagði Ásbjörn sem skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skotum. „Svo voru þeir að blokka mikið af skotum. Ég veit ekki hvað þeir blokkuðu mörg skot hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. Hans menn þurfi að teygja betur á vörn Fram í næsta leik. „Við jöfnum okkur á þessu. Förum yfir þetta hver og einn í kvöld. Svo mætum við klárir á fimmtudaginn,“ sagði Ásbjörn. Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Sjá meira
Leikur liðanna í kvöld var í raun spegilmynd af leiknum í Krikanum á laugardaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik komu heimamenn mun betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótlega sex marka forskoti og tókst FH-ingum aldrei að ógna heimamönnum að ráði. Magnús Erlendsson var frábær í marki Framara í síðari hálfleik en vörnin stóð einnig mjög vel. Gestirnir skoruðu aðeins átján mörk sem er frekar sjaldséð í íslenskum karlahandbolta. Segja má að FH hafi verið í basli sóknarlega frá fyrstu mínútu. Framarar vorou fljótir að brjóta á þeim sem þurftu fyrir vikið að hafa mikið fyrir mörkum sínum. Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH sem var í sérflokki í fyrsta leiknum, sá ekki til sólar og skoraði aðeins tvö mörk í tíu tilraunum. Magnús varði 19 skot FH-inga og varnarmenn Framara bættu nokkrum í púkkið. Níu leikmenn Fram skoruðu mörkin 24 en aðeins sex leikmenn FH komust á blað. Daníel Freyr varði 16 skot hjá FH og var þeirra skástur. Þá skoraði Þorkell Magnússon nokkur góð mörk úr þröngum færum þegar FH þurfti á að halda. Ægir Hrafn: Þurftum að auka geðveikina„Munurinn á okkur var að við mættum til leiks. Þetta var hörmung á laugardaginn og það sáu allir að þetta vorum ekki við,“ sagði varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson í leikslok. Hann sagði Framara hafa lagt upp með að auka geðveikina í leik sínum og skemmta sér. Framarar fögnuðu öllum mörkum af mikilli innlifun og skemmtu sér vel. „Þetta er úrslitakeppni og við erum að æfa sex sinnum í viku útaf þessu. Ef við hefðum ekki gaman að þessu gætum við sleppt þessu,“ sagði Ægir. Magnús Erlendsson varði vel í markinu ólíkt því sem var á laugardaginn. „Vörnin var engin á laugardaginn og erfitt fyrir markmann að vakna með gatasigti fyrir framan sig. Nú var hún góð og Maggi kom inn,“ sagði Ægir. Hann er klár á því að Framarar eru með sterkara lið en FH. „Já, þú sást það í dag,“ sagði Ægir og hló. Ásbjörn: Eintómt einstaklingsframtak„Við erum að fara yfir það í huganum hvað við gerðum vitlaust í leiknum. Fátt annað kemst að núna,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, þungt hugsi leikstjórnandi FH-inga, í leikslok. FH-ingar misstu Framara fram úr sér í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. „Mér fannst við líka á hælunum í fyrri hálfleik. Við fórum illa með góðar stöður og svo fór allt í baklás í seinni hálfleik. Gerðum okkur seka um að brjóta okkur út úr leikskipulaginu trekk í trekk,“ sagði Ásbjörn. Leikstjórnandinn taldi sína menn ekki hafa verið of hátt uppi eftir níu marka sigur á laugardaginn. „Ég held ekki. Framararnir hittu á góðan dag og hlutirnir duttu fyrir þá. Þeir fá hraðaupphlaup einum fleiri og annað,“ sagði Ásbjörn. Menn voru of mikið að reyna að gera hlutina upp á eigin spýtur. „Þetta var eintómt einstaklingsframtak. Við létum þá brjóta án þess að ná að opna fyrir næsta. Fengum ekki aukasendingar í hornin eða á milli eitt og tvö,“ sagði Ásbjörn sem skoraði aðeins tvö mörk úr tíu skotum. „Svo voru þeir að blokka mikið af skotum. Ég veit ekki hvað þeir blokkuðu mörg skot hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. Hans menn þurfi að teygja betur á vörn Fram í næsta leik. „Við jöfnum okkur á þessu. Förum yfir þetta hver og einn í kvöld. Svo mætum við klárir á fimmtudaginn,“ sagði Ásbjörn.
Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Sjá meira