Íslenska 16 ára landslið kvenna í knattspyrnu vann flottan 4-0 sigur á Wales í dag á sérstöku undirbúningsmóti UEFA en leikurinn fór fram í Wales. Það voru Blikarnir Esther Rós Arnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir sem skoruðu þrjú markanna en fjórða markið var sjálfsmark.
Ingibjörg Sigurðardóttir er fyrirliði liðsins og fyrsta mark leiksins var sjálfsmark eftir hornspyrnu hennar á 11. mínútu. Ingibjörg skoraði þriðja markið sjálf og lagði síðan upp fjórða markið fyrir Esther Rós Arnarsdóttur . Ester Rós var þarna að skora sitt annað mark í leiknum en hún kom íslenska liðinu einnig í 2-0 á 35. mínútu leiksins.
Í hinum leik dagsins mættust frænkur okkar frá Færeyjum og Norður-Írar, en þar vann Norður-írska liðið örugga 7-0 sigur.
Næsti leikur íslenska liðsins er á miðvikudag kl. 16:00 að íslenskum tíma og er mótherjinn þá Norður-Írland. Á sama tíma mætast Wales og Færeyjar.
Blikastelpurnar sáu um Wales
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti


Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn