Handbolti

Frænkurnar saman á ný - Karen til SönderjyskE

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. Mynd/Stefán
Íslenska landsliðskonan Karen Knútsdóttir mun spila með danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE frá og með næsta tímabili en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Karen hefur spilað með þýska liðinu Bloomberg Lippe undanfarin tvö ár en fer nú til Danmerkur þar sem hún mun spila undir stjórn landsliðsþjálfarans Ágústs Jóhannssonar.

Karen er ekki eina íslenska landsliðskonan sem er á leiðinni til félagsins því áður hafði Stella Sigurðardóttir tilkynnt um að hún kæmi til liðsins.

Karen og Stella eru frænkur, nánar tilgetið systradætur, og léku saman hjá Fram upp alla yngri flokkana og í meistaraflokki þar til að Karen fór út í atvinnumennsku fyrir tveimur árum.

„Ég er mjög spennt fyrir að fara til Danmerkur og leika þar í bestu deild í Evrópu og undir leiðsögn Ágústs," sagði Karen við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×