Ástralinn Adam Scott tryggði sér sigur á Mastersmótinu í gær eftir bráðabana á móti Argentínumanninum Angel Cabrera. Nú er hægt að sjá svipmyndir frá lokadeginum inn á Sjónvarpsvef Vísis eða með því að smella hér fyrir ofan.
Fyrir þá sem horfðu á útsendingu Stöð 2 Sport í gær er tilvalið að rifja stórkostlegan endakafla mótsins en fyrir þá sem misstu af er ekki seinna vænna en að sjá hvað allir golfáhugamenn eru að tala um í dag.
Adam Scott tryggði sér sigurinn á annarri umspilsholu gegn Cabrera. Flestir héldu að Scott hefði tryggt sér sigur með glæsilegum fugli á 18. holu en Cabrera tryggði sér umspilið eftir mögnuð tilþrif.
Umspilið var frábær skemmtun þar sem kylfingarnir voru hrikalega jafnir en Adam Scott tryggði sér græna jakkann með stórkostlegu pútti.
Mastersmótið í ár var frábær skemmtun og lokadagurinn var magnaður eins og sést vel í myndbandinu hér fyrir ofan.
Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
