Handbolti

Kiel bikarmeistari þriðja árið í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Gíslason fagnar hér í leiknum í dag.
Alfreð Gíslason fagnar hér í leiknum í dag. Mynd / Getty Images
Kiel varð í dag þýskur bikarmeistari eftir frábæran sigur á Flensburg, 33-30, í úrslitum en liðið lagði Melsungen auðveldlega í undanúrslitum í gær.

Leikmenn Flensburg voru sterkari til að byrja með og eftir frábæran endasprett í fyrri hálfleiknum var staðan 16-12 fyrir Flensburg eftir 30 mínútna leik.

Eins og svo oft áður komu leikmenn Kiel til baka í þeim síðari og voru mikið mun sterkari.

Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru báðir frábærir í leiknum og fóru fyrir sínum mönnum. Guðjón gerði sjö mörk í leiknum og Aron fimm.

Þetta er þriðja árið í röð sem Kiel verður bikarmeistari og í níunda skipti frá upphafi. Alfreið Gíslason er þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×