Fjórir strokkar hjá Porsche Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2013 10:00 Verður Porsche Boxter brátt fáanlegur með fjögurra strokka vél? Margir Porsche bílar fortíðarinnar voru með fjögurra strokka vélar, en engin nú. Flestir Porsche bílar eru mjög öflugir og krefjast véla sem ekki teljast til neinna kettlinga og því hefur Porsche helst framleitt 6 og 8 strokka vélar í bíla sína en ekki fjögurra strokka vélar eins og flestir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því í þróun er 4 strokka vél sem líklegast er að megi finna brátt í Boxter eða Cayman bílum Porsche, eða nýja Macan jepplingnum. Vart þarf að taka fram að hún verður af Boxer gerð, með flata strokka, ekki þverstæða. Vélin verður líklega sýnd á bílasýningunni í Frankfurt á þessu ári. Þessi nýja vél verður bæði framleidd með og án forþjöppu og verður allt frá 250 til 350 hestöfl. Til samanburðar þá er 265 hestafla sex strokka vél í ódýrustu útgáfu Boxter og 275 hestöfl í Cayman bílnum. Það yrði langt í frá í fyrsta skipti sem fjögurra strokka vélar sjást í bílum frá Porsche því allar gerðir 356 bílsins goðsagnarkennda voru með fjögurra strokka vélum og einnig gerðirnar 912 og megnið af 914 bílunum. Porsche 924 og 944 voru líka með fjögurra strokka vélar, sumar þeirra með forþjöppu. Nýja fjögurra strokka vélin verður sennilega ekki í bílum Porsche fyrr en árið 2016. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Margir Porsche bílar fortíðarinnar voru með fjögurra strokka vélar, en engin nú. Flestir Porsche bílar eru mjög öflugir og krefjast véla sem ekki teljast til neinna kettlinga og því hefur Porsche helst framleitt 6 og 8 strokka vélar í bíla sína en ekki fjögurra strokka vélar eins og flestir bílaframleiðendur. Það er þó að breytast því í þróun er 4 strokka vél sem líklegast er að megi finna brátt í Boxter eða Cayman bílum Porsche, eða nýja Macan jepplingnum. Vart þarf að taka fram að hún verður af Boxer gerð, með flata strokka, ekki þverstæða. Vélin verður líklega sýnd á bílasýningunni í Frankfurt á þessu ári. Þessi nýja vél verður bæði framleidd með og án forþjöppu og verður allt frá 250 til 350 hestöfl. Til samanburðar þá er 265 hestafla sex strokka vél í ódýrustu útgáfu Boxter og 275 hestöfl í Cayman bílnum. Það yrði langt í frá í fyrsta skipti sem fjögurra strokka vélar sjást í bílum frá Porsche því allar gerðir 356 bílsins goðsagnarkennda voru með fjögurra strokka vélum og einnig gerðirnar 912 og megnið af 914 bílunum. Porsche 924 og 944 voru líka með fjögurra strokka vélar, sumar þeirra með forþjöppu. Nýja fjögurra strokka vélin verður sennilega ekki í bílum Porsche fyrr en árið 2016.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent