Mercedes í Hofi Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2013 15:30 Mercedes Benz A-Class við Reykjavikurtjörn Höldur mun þjónusta Mercedes-Benz á Akureyri. Sýning á Mercedes-Benz bílum verður í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, laugardag. Meðal annars verður sýndur nýr A-Class, sem hlaut nafnbótina „Bíll ársins 2013 á Íslandi“, B-Class, fjórhjóladrifsbílarnir GLK og ML, auk nýja 7 manna jeppans GL. Sýningin fer fram á laugardaginn milli kl. 11-16. Boðið verður upp á reynsluakstur frá kl. 15. Einnig verða atvinnubílar Mercedes-Benz til sýnis, m.a. nýr Citan og Sprinter sem býðst í fjölmörgum útfærslum. Einnig verður boðið upp á flott tónlistaratriði en KK og Maggi Eiríks munu taka lagið fyrir gesti. Sýningin er haldin í tilefni af enn nánara samstarfi Hölds og Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi.Höldur mun þjónusta Mercedes-Benz á Akureyri Höldur mun í sumar taka við þjónustu fyrir Mercedes-Benz fólks- og sendibíla á Akureyri. ,,Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni og við erum fullir tilhlökkunar. Ný aðstaða Hölds sem verður að Þórsstíg 4, Akureyri, mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Lyftum fjölgar úr 8 í 12 og sérstök forgreiningaraðstaða verður byggð við húsið. Nánast allur tækjabúnaður verður nýr og verkstæðið eitt það fullkomnasta á landinu hvað búnað og aðstöðu varðar. Útkoman verður stórbætt þjónusta við Mercedes-Benz eigendur á svæðinu. Nýja verkstæðið mun uppfylla strangar gæðakröfur Daimler til þjónustu og viðgerða og verður þá annað verkstæðið á landinu sem hlýtur þá vottun ,“ segir Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Hölds.Mikið af Mercedes-Benz á Akureyri Það er mikið af Mercedes-Benz bílum á Eyjafjarðarsvæðinu enda hafa norðanmenn alltaf verið smekkmenn fyrir góðum bílum", segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. "Við bindum miklar vonir við gott samstarf við Höld, enda höfum við átt farsælum viðskiptum við þá í fjölmörg ár. Höldur er eitt öflugasta bílafyrirtæki landsins, að okkar mati. Nýtt verkstæði verður sannkallaður sómi fyrir þá og rós í hnappagat okkar að þeir muni sinna viðgerðum Mercedes-Benz fólks- og sendibíla á Norðurlandi. Við teljum að með mikilli breidd jeppa frá Mercedes-Benz, þar sem sparneytnin er mikil og með mörgum spennandi fólksbílum s.s. nýjum A-Class, þá sé afar mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á viðurkennda þjónustu á svæðinu. Við munum svo reglulega koma með alla bílana norður til að kynna hér á svæðinu. Mercedes-Benz er jafnframt stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag." Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent
Höldur mun þjónusta Mercedes-Benz á Akureyri. Sýning á Mercedes-Benz bílum verður í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, laugardag. Meðal annars verður sýndur nýr A-Class, sem hlaut nafnbótina „Bíll ársins 2013 á Íslandi“, B-Class, fjórhjóladrifsbílarnir GLK og ML, auk nýja 7 manna jeppans GL. Sýningin fer fram á laugardaginn milli kl. 11-16. Boðið verður upp á reynsluakstur frá kl. 15. Einnig verða atvinnubílar Mercedes-Benz til sýnis, m.a. nýr Citan og Sprinter sem býðst í fjölmörgum útfærslum. Einnig verður boðið upp á flott tónlistaratriði en KK og Maggi Eiríks munu taka lagið fyrir gesti. Sýningin er haldin í tilefni af enn nánara samstarfi Hölds og Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi.Höldur mun þjónusta Mercedes-Benz á Akureyri Höldur mun í sumar taka við þjónustu fyrir Mercedes-Benz fólks- og sendibíla á Akureyri. ,,Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni og við erum fullir tilhlökkunar. Ný aðstaða Hölds sem verður að Þórsstíg 4, Akureyri, mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Lyftum fjölgar úr 8 í 12 og sérstök forgreiningaraðstaða verður byggð við húsið. Nánast allur tækjabúnaður verður nýr og verkstæðið eitt það fullkomnasta á landinu hvað búnað og aðstöðu varðar. Útkoman verður stórbætt þjónusta við Mercedes-Benz eigendur á svæðinu. Nýja verkstæðið mun uppfylla strangar gæðakröfur Daimler til þjónustu og viðgerða og verður þá annað verkstæðið á landinu sem hlýtur þá vottun ,“ segir Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Hölds.Mikið af Mercedes-Benz á Akureyri Það er mikið af Mercedes-Benz bílum á Eyjafjarðarsvæðinu enda hafa norðanmenn alltaf verið smekkmenn fyrir góðum bílum", segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. "Við bindum miklar vonir við gott samstarf við Höld, enda höfum við átt farsælum viðskiptum við þá í fjölmörg ár. Höldur er eitt öflugasta bílafyrirtæki landsins, að okkar mati. Nýtt verkstæði verður sannkallaður sómi fyrir þá og rós í hnappagat okkar að þeir muni sinna viðgerðum Mercedes-Benz fólks- og sendibíla á Norðurlandi. Við teljum að með mikilli breidd jeppa frá Mercedes-Benz, þar sem sparneytnin er mikil og með mörgum spennandi fólksbílum s.s. nýjum A-Class, þá sé afar mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á viðurkennda þjónustu á svæðinu. Við munum svo reglulega koma með alla bílana norður til að kynna hér á svæðinu. Mercedes-Benz er jafnframt stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag."
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent