Tesla söluhæsti rafmagnsbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2013 08:45 Seldist í 4.750 eintökum á fyrsta ársfjórðungi. Líklega eru Chevrolet Volt og Nissan Leaf þeir bílar sem koma upp í huga flestra þegar nefndir eru rafmagnsbílar, hvað þá ef nefna á þá söluhæstu. Samt sem áður er við því búist þegar endanlegar tölur skýrast að Tesla Model S hafi verið söluhæsti rafmagnsbíll heims á fyrsta ársfjórðungi. Talið er að 4.750 Tesla Model S bílar hafi selst. Chevrolet Volt seldist á sama tíma í 4.421 eintaki og Nissan Leaf 3.695. Bæði Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa verið lengur á markaði en Tesla Model S og því þykja þessar tölur enn fréttnæmari. Þeir eru einnig báðir frá mjög stórum framleiðendum, en Tesla er algert smáfyrirtæki í samanburði. Tesla Model S er að auki dýr bíll og verðmiði hans talsvert hærri en hinna tveggja til samans. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar
Seldist í 4.750 eintökum á fyrsta ársfjórðungi. Líklega eru Chevrolet Volt og Nissan Leaf þeir bílar sem koma upp í huga flestra þegar nefndir eru rafmagnsbílar, hvað þá ef nefna á þá söluhæstu. Samt sem áður er við því búist þegar endanlegar tölur skýrast að Tesla Model S hafi verið söluhæsti rafmagnsbíll heims á fyrsta ársfjórðungi. Talið er að 4.750 Tesla Model S bílar hafi selst. Chevrolet Volt seldist á sama tíma í 4.421 eintaki og Nissan Leaf 3.695. Bæði Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa verið lengur á markaði en Tesla Model S og því þykja þessar tölur enn fréttnæmari. Þeir eru einnig báðir frá mjög stórum framleiðendum, en Tesla er algert smáfyrirtæki í samanburði. Tesla Model S er að auki dýr bíll og verðmiði hans talsvert hærri en hinna tveggja til samans.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar