Handbolti

Frábær sigur hjá Kiel í Veszprem

Leikmenn Kiel fögnuðu ógurlega í leikslok.
Leikmenn Kiel fögnuðu ógurlega í leikslok.
Kiel varð í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kiel vann þá frækinn sigur, 28-29, á Veszprem í Ungverjalandi.

Kiel vann fyrri leikinn einnig með einu marki, 32-31, og rimmuna því samtals með tveimur mörkum.

Það blés ekki byrlega fyrir Kiel framan af leik. Ungverska liðið spilaði stórkostlegan varnarleik og leiddi lengstum með þremur til fjórum mörkum.

Kiel náði þó að koma muninum í tvö mörk, 14-12, fyrir hlé en það segir sína sögu um varnarleikinn að liðið hélt þessu stórkostlegu sóknarliði Kiel í aðeins tólf mörkum í hálfleiknum.

Úthaldið virtist þverra í síðari hálfleik hjá Vesprem og Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, var einnig mættur með lausnir. Kiel skoraði tólf mörk á aðeins 18 mínútum í síðari hálfleik.

Kiel komst yfir í fyrsta skipti, 22-23, þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum. Það forskot gaf liðið aldrei eftir heldur bættu þeir í. Kiel náði mest þriggja marka forskoti. Veszprem þjarmaði aðeins að þeim í lokin en það áhlaup kom of seint.

Aron Pálmarsson átti frábæran leik fyrir Kiel. Skoraði þrjú mörk og spilaði flottan varnarleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×