Valsmenn fengu góðan liðsstyrk í dag þegar skyttan örvhenta frá Akureyri, Geir Guðmundsson, skrifaði undir samning við félagið.
Geir verður lánaður til Valsmanna í eitt ár að því er fram kemur á sport.is. Geir er samningsbundinn Akureyri til ársins 2014.
Ólafur Stefánsson er því þegar farinn að safna liði en samkvæmt heimildum Vísis hefur Ólafur einnig áhuga á því að fá annan Akureyring, Guðmund Hólmar Helgason, til liðs við Valsmenn.
Fleiri strákar munu eflaust hafa áhuga á því að spila fyrir Ólaf og verður áhugavert að sjá hvaða leikmenn enda í rauðu treyjunni.
