Þrátt fyrir kulda og smá snjókomu þennan fyrsta sumardag tókst veiðimönnum að særa upp nokkra silunga í Elliðavatni, sem opnaði í dag.
Veiðivísir kíkti upp í Elliðavatn laust eftir hádegi og voru þá um 20 vel klæddir veiðimenn með stangirnar úti. Hitinn var um 2 gráður og um tíma snjóaði lítillega en samt tókst veiðimönnum að setja í nokkra silunga. Líkt og í flestum vötnum er aflinn ekki skráður í Elliðavatni en Veiðivísir veit af veiðimönnum sem veiddu urriða á Þingnesi, Engjunum og í álnum fyrir framan Elliðavatnsbæinn.
trausti@frettabladid.is
