Hollendingurinn Arjen Robben, leikmaður Bayern München, brosti allan hringinn eftir sigurinn ótrúlega gegn Barcelona í kvöld.
"Við vissum vel að við gætum veitt þeim mikla samkeppni. Flestir sögðu fyrir leik að þetta væri 50-50 leikur. Ég held að við getum verið stoltir eftir þessa frammistöðu," sagði Robben.
"Barcelona hefur verið með yfirburði í Evrópu síðustu ár og lið sem hefur slíka yfirburði gegn þeim, eins og við í kvöld, getur verið mjög stolt.
"Við megum samt ekki rífa of mikinn kjaft því síðari leikurinn er eftir."
