Stuðningsmenn Herthu frá Berlín geta fagnað í dag því liðið mun endurnýja kynni sín við Bundesliguna á næstu leiktíð.
Hertha vann 1-0 útisigur á SV Sandhausen í dag og fyrir vikið hefur liðið fjórtán stiga forskot á Kaiserslautern þegar fjórir leikir eru eftir.
Tvö efstu liðin fara sjálfkrafa upp og Herthu menn geta því farið að undirbúa sig fyrir lífið á meðal þeirra bestu.
Eyjólfur Sverrisson lék með Herthu Berlín á árunum 1995-2003.
