Toyota Prius undir söluáætlun í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. apríl 2013 10:30 Toyota Prius Plug-in Toyota eykur söluna í öðrum gerðum tvinnbíla. Eftir metsöluár Toyota Prius á síðasta ári eru blikur á lofti hjá Toyota hvað varðar söluna í ár. Áætlunin fyrir þetta ár segir til um sölu 250.000 Prius bíla og aukningu um 5,6% frá því í fyrra. Salan á Prius á fyrsta ársfjórðungi var ekki nema 55.724 bílar, minnkaði um 8,4% milli ára og því stefnir ekki í nema ríflega 220.000 bíla sölu í ár. Það sem talið er að hamli sölunni nú er lækkandi bensínverð en það er kunnara en frá þarf að segja að hátt verð eldsneytis hefur ýtt undir sölu tvinnbíla og annarra eyðslugrannra bíla.Selja meira af öðrum tvinnbílumBensínverð hefur hinsvegar lækkað um 10% frá því á sama tíma fyrir ári. Þó að sala á Prius hafi minnkað hefur sala á öllum tvinnbílum Toyota og Lexus hinsvegar aukist um 3,8% það sem af er ári. Því virðist sem sumir Prius eigendur eða þeir sem hugsað geta sér að kaupa tvinnbíl hafi skipt yfir í aðrar gerðir, gjarnan stærri gerðir þeirra. Toyota hefur ekki ennþá hafið framleiðslu Hybrid bíla í Bandaríkjunum heldur flytur þá alla inn frá Japan og forstjóri fyrirtækisins með viðeigandi nafnið, Akio Toyoda, vildi ekkert láta hafa eftir sér um tilvonandi framleiðslu þar. Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent
Toyota eykur söluna í öðrum gerðum tvinnbíla. Eftir metsöluár Toyota Prius á síðasta ári eru blikur á lofti hjá Toyota hvað varðar söluna í ár. Áætlunin fyrir þetta ár segir til um sölu 250.000 Prius bíla og aukningu um 5,6% frá því í fyrra. Salan á Prius á fyrsta ársfjórðungi var ekki nema 55.724 bílar, minnkaði um 8,4% milli ára og því stefnir ekki í nema ríflega 220.000 bíla sölu í ár. Það sem talið er að hamli sölunni nú er lækkandi bensínverð en það er kunnara en frá þarf að segja að hátt verð eldsneytis hefur ýtt undir sölu tvinnbíla og annarra eyðslugrannra bíla.Selja meira af öðrum tvinnbílumBensínverð hefur hinsvegar lækkað um 10% frá því á sama tíma fyrir ári. Þó að sala á Prius hafi minnkað hefur sala á öllum tvinnbílum Toyota og Lexus hinsvegar aukist um 3,8% það sem af er ári. Því virðist sem sumir Prius eigendur eða þeir sem hugsað geta sér að kaupa tvinnbíl hafi skipt yfir í aðrar gerðir, gjarnan stærri gerðir þeirra. Toyota hefur ekki ennþá hafið framleiðslu Hybrid bíla í Bandaríkjunum heldur flytur þá alla inn frá Japan og forstjóri fyrirtækisins með viðeigandi nafnið, Akio Toyoda, vildi ekkert láta hafa eftir sér um tilvonandi framleiðslu þar.
Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent