Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 21-20 | Fram í úrslitin Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Safamýri skrifar 21. apríl 2013 00:01 Róbert Aron Hostert skoraði ótrúlegt sigurmark á lokasekúndunum gegn FH sem tryggði Fram sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla. Lokamínúturnar og í raun leikurinn allur var æsispennandi. Fyrri hálfleikur var hnífjafn en sá síðari kaflaskiptur þar sem bæði lið áttu góða spretti og slæma. Spennan jókst eftir því sem leið á leikinn og var viðeigandi að leikurinn hafi ráðist á lygilegri atburðarrás á síðustu 20 sekúndum leiksins. Það var snemma ljóst í hvað stefndi. Taugarnar voru þandar strax frá fyrstu mínútu og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir tæpar fimm. Leikmenn fögnuðu hverju marki og hverju vörðu skoti eins og sigri. Það var líklega eina leiðin til að komast í gegnum þennan leik - bara með einu skrefi í einu. Þeir Róbert Aron og Jóhann Gunnar báru sóknarleik Fram á herðum sér og sáu nánast alfarið um markaskorun. Þetta dreifðist þó aðeins betur hjá gestunum í Hafnarfirði. Varnarleikurinn var þó í aðalhlutverki, þá sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar - enda ekki nema átta mörk skoruð þá. FH spilaði sterkari vörn en Magnús Erlendsson, markvörður Fram, bætti upp fyrir það hjá sínum mönnum með nokkrum frábærum vörslum. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 9-9 og segir það meira en margt annað að það hafði verið jafnt á öllum tölum frá núll upp í níu. Fram byrjaði betur í seinni hálfleik og komst yfir, 16-13. Þá var varnarleikur FH algerlega hruninn og Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, tók leikhlé. Það komst mun betra skipulag á leik gestanna eftir það og þeir skoruðu fimm af næstu sex mörkum leiksins. FH komst yfir, 18-17, en þá tók Einar Jónsson leikhlé hjá Fram. Framarar náðu aftur frumkvæðinu í leiknum en það var þó enn mjótt á munum. Fram virtist hafa tryggt sér sigur þegar að Magnús Erlendsson varði frá Loga Geirssyni þegar hálf mínúta var eftir. En Magnús Óli Magnússon, sem átti stórleik í dag, stal boltanum af Róberti Aroni og skoraði. Framarar voru æfir að hafa ekki fengið dæmt aukakast, en það voru enn nokkrar sekúndur eftir og heimamenn brunuðu fram. Róbert Aron, sem var í aðalhlutverki í dag, skoraði svo ótrúlegt sigurmark á lokasekúndum leiksins og Framarar fögnuðu eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar. Ótrúleg dramatík eftir jafnan og spennandi leik. Sóknarleikurinn var kaflaskiptur hjá báðum liðum en varnarleikurinn í seinni hálfleik var ekki jafn góður og í þeim fyrri. Enda snerist þessi leikur fyrst og fremst um taugarnar, sem voru þandast til hins ýtrasta. Róbert var duglegur að láta vaða á markið og skoraði nokkur lagleg mörk, þegar honum tókst vel til. Inn á milli komu nokkrar slakar tilraunir. Það verður þó að minnast á þátt hornamannsins Ólafs Magnússonar sem nýtti öll fimm skotin sín í dag. Frábær frammistaða í svona mikilvægum leik. Magnús Óli Magnússon var allt í öllu í sóknarleik FH og Einar Rafn gerði sitt vel. Ásbjörn Friðriksson og margir fleiri í liði FH hafa þó oft leikið betur í þessari rimmu. Fram mætir nú annað hvort Haukum eða ÍR í lokaúrslum úrslitakeppninnar.Róbert: Fínt að vera hetjan „Ég man þegar að Siggi Eggerts skoraði eitt svona mark á móti HK en þetta var þvílíka dramatíkin,“ sagði Róbert Aron Hostert, hetja Framara í dag. Hann skoraði sigurmark liðsins á lokasekúndunum. „Ég átti að fá fríkast,“ sagði hann um aðdragandann hjá lokamarki FH í leiknum. „Ég hélt á boltanum og hann sló á höndina mína. Ég var brjálaður, enda mér að kenna. Ég þurfti því að svara þessu með marki og vera hetjan í dag.“ „Þetta voru tvö hörkulið sem mættust í dag og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Bæði lið voru með góðar varnir en lélegan sóknarleik. En ætli heppnin hafi ekki verið með okkur í þetta skiptið.“ Róbert óhræddu við að skjóta, jafnvel í hverri sókn á eftir annarri þótt ekkert gangi. „Þetta er bara fyrirmælin frá þjálfaranum. Frekar að skjóta en senda. En það voru nokkur skot hjá mér sem voru út á þekju. Kannski er það þreytunni og álaginu kenna. En það er fínt að fá að vera hetjan í dag - ég hef ekki upplifað annað eins.“Einar: Ég hef bara ekki úthald í þetta Einar Jónsson, þjálfari Fram, er ekki þekktur fyrir að sitja á bekknum og vera rólegur á hliðarlínunni á meðan leiknum stendur. En hann þurfti að vera það í dag, enda að ná sér eftir heilahimnubólgu. „Ég skal viðurkenna það að ég hef ekki úthald í þetta. Svo hafa þessir síðustu þrír leikir verið alveg rosalegir,“ sagði hann. Fram tapaði fyrsta leiknum í rimmunni og missti Einar af honum vegna veikindanna. En hann kom til baka í næsta leik og Fram vann þrjá sigra í röð. „Þetta hefur verið svakalegur rússíbani og ég á hreinlega erfitt með að tala. En ég er ótrúlega þakklátur strákunum fyrir að fá að hreinsa hausinn og hvíla mig í einn eða tvo daga. Ég þarf á því að halda. Ég mæti svo sterkur til leiks í næsta einvígi.“ „Þessi leikur var líka frábær auglýsing fyrir handboltann. Spekingar hafa verið að blaðra um gæðin en svona er úrslitakeppnin. Þetta eru tvo lið þar sem leikmenn þekkja hverja aðra betur en foreldrana sína. Þetta er búin að vera þvílík skemmtun og menn eru með ranga hugmyndafræði ef þeir ætla sér að gagnrýna þetta.“ Einar viðurkennir þó að það sé heilmikið í leik síns liðs sem hann getur lagað. „Já, já. Sem betur fer. Það eru mikil gæði í þessu liði og margt hægt að laga. En hér eru margir sem eru að spila í úrslitakeppninni í fyrsta sinn.“ Ólafur Magnússon er á sínu fyrsta alvöru tímabili í meistaraflokki en hann kom til Fram frá Akureyri í sumar. „Þvílík sending frá Akureyri. Ég á bara ekki til orð yfir þessum strák. Það er erfitt að lýsa þessum dreng - þvílíkur karakter. Þetta er ekta óheiðarlegur Akureyringur sem við þurftum á að halda í okkar liði.“Einar Andri: Gríðarleg vonbrigði „Þetta verður ekki meira svekkjandi en þetta. Við áttum meira skilið eftir að hafa barist svona vel allan leikinn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vörðumst vel, sköpuðum fullt af góðum færum en við fengum fimm brottvísanir í dag á móti einni og það er erfitt í svona leik.“ Hann viðurkennir að skotnýtingin í sókninni hafi verið léleg, bæði í dag og öðrum tapleikjum FH í rimmunni. „Mér fannst þó sóknin allt í lagi. Við erum ekki mikið skyttulið enda lágvaxnir og þurfum að stóla á að spila hratt fram og skapa okkur færi. Kannski var það sóknin sem varð okkur að falli, ég veit það ekki.“ „Það eru gríðarleg vonbrigði að klára tímabilið svona. Við byrjuðum illa í vetur og misstum svo Ólaf Gústafsson út til Þýskalands. Það munar um minna enda okkar besti maður og landsliðsmaður. En við lékum liða best síðustu fjórtán leikina, þar sem við unnum tólf, og vorum á virkilega góðu róli.“ „Þetta eru tvö jöfn lið og því miður þurfti annað liðið að tapa.“ sagði Einar Andri. Hann ætlar að halda áfram sem þjálfari liðsins á næsta ári og segist vera með svipaðan leikmannahóp á næsta ári. „Við byrjum strax á morgun að byggja upp á nýtt. Magnús Óli er að stíga upp sem ný stjarna í íslenskum handbolta. Þetta er strákur sem enginn þekkti fyrir tímabilið. Svo er Ísak í vörninni en við söknuðum hans í dag. Hann er með heilahristing og gat ekki spilað í dag.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 23-24 Fram er komið í vænlega stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn FH eftir að hafa unnið sterkan útisigur, 23-24, í Kaplakrika í kvöld. Leikur liðanna fer seint í sögubækurnar fyrir fegurð en spennandi var hann. Liðin héldust í hendur nær allan leikinn en taugar Framara voru sterkari undir lokin og lukkan var einnig með þeim. 18. apríl 2013 12:53 Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Framarar unnu fimm marka sigur á FH-ingum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 16. apríl 2013 14:50 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 37-26 | N1-deild karla FH sigraði Fram 36-27 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla en leikið var í Kaplakrika. Staðan í hálfleik var 16-15 FH í vil. 13. apríl 2013 00:01 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Róbert Aron Hostert skoraði ótrúlegt sigurmark á lokasekúndunum gegn FH sem tryggði Fram sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla. Lokamínúturnar og í raun leikurinn allur var æsispennandi. Fyrri hálfleikur var hnífjafn en sá síðari kaflaskiptur þar sem bæði lið áttu góða spretti og slæma. Spennan jókst eftir því sem leið á leikinn og var viðeigandi að leikurinn hafi ráðist á lygilegri atburðarrás á síðustu 20 sekúndum leiksins. Það var snemma ljóst í hvað stefndi. Taugarnar voru þandar strax frá fyrstu mínútu og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir tæpar fimm. Leikmenn fögnuðu hverju marki og hverju vörðu skoti eins og sigri. Það var líklega eina leiðin til að komast í gegnum þennan leik - bara með einu skrefi í einu. Þeir Róbert Aron og Jóhann Gunnar báru sóknarleik Fram á herðum sér og sáu nánast alfarið um markaskorun. Þetta dreifðist þó aðeins betur hjá gestunum í Hafnarfirði. Varnarleikurinn var þó í aðalhlutverki, þá sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar - enda ekki nema átta mörk skoruð þá. FH spilaði sterkari vörn en Magnús Erlendsson, markvörður Fram, bætti upp fyrir það hjá sínum mönnum með nokkrum frábærum vörslum. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 9-9 og segir það meira en margt annað að það hafði verið jafnt á öllum tölum frá núll upp í níu. Fram byrjaði betur í seinni hálfleik og komst yfir, 16-13. Þá var varnarleikur FH algerlega hruninn og Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, tók leikhlé. Það komst mun betra skipulag á leik gestanna eftir það og þeir skoruðu fimm af næstu sex mörkum leiksins. FH komst yfir, 18-17, en þá tók Einar Jónsson leikhlé hjá Fram. Framarar náðu aftur frumkvæðinu í leiknum en það var þó enn mjótt á munum. Fram virtist hafa tryggt sér sigur þegar að Magnús Erlendsson varði frá Loga Geirssyni þegar hálf mínúta var eftir. En Magnús Óli Magnússon, sem átti stórleik í dag, stal boltanum af Róberti Aroni og skoraði. Framarar voru æfir að hafa ekki fengið dæmt aukakast, en það voru enn nokkrar sekúndur eftir og heimamenn brunuðu fram. Róbert Aron, sem var í aðalhlutverki í dag, skoraði svo ótrúlegt sigurmark á lokasekúndum leiksins og Framarar fögnuðu eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar. Ótrúleg dramatík eftir jafnan og spennandi leik. Sóknarleikurinn var kaflaskiptur hjá báðum liðum en varnarleikurinn í seinni hálfleik var ekki jafn góður og í þeim fyrri. Enda snerist þessi leikur fyrst og fremst um taugarnar, sem voru þandast til hins ýtrasta. Róbert var duglegur að láta vaða á markið og skoraði nokkur lagleg mörk, þegar honum tókst vel til. Inn á milli komu nokkrar slakar tilraunir. Það verður þó að minnast á þátt hornamannsins Ólafs Magnússonar sem nýtti öll fimm skotin sín í dag. Frábær frammistaða í svona mikilvægum leik. Magnús Óli Magnússon var allt í öllu í sóknarleik FH og Einar Rafn gerði sitt vel. Ásbjörn Friðriksson og margir fleiri í liði FH hafa þó oft leikið betur í þessari rimmu. Fram mætir nú annað hvort Haukum eða ÍR í lokaúrslum úrslitakeppninnar.Róbert: Fínt að vera hetjan „Ég man þegar að Siggi Eggerts skoraði eitt svona mark á móti HK en þetta var þvílíka dramatíkin,“ sagði Róbert Aron Hostert, hetja Framara í dag. Hann skoraði sigurmark liðsins á lokasekúndunum. „Ég átti að fá fríkast,“ sagði hann um aðdragandann hjá lokamarki FH í leiknum. „Ég hélt á boltanum og hann sló á höndina mína. Ég var brjálaður, enda mér að kenna. Ég þurfti því að svara þessu með marki og vera hetjan í dag.“ „Þetta voru tvö hörkulið sem mættust í dag og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Bæði lið voru með góðar varnir en lélegan sóknarleik. En ætli heppnin hafi ekki verið með okkur í þetta skiptið.“ Róbert óhræddu við að skjóta, jafnvel í hverri sókn á eftir annarri þótt ekkert gangi. „Þetta er bara fyrirmælin frá þjálfaranum. Frekar að skjóta en senda. En það voru nokkur skot hjá mér sem voru út á þekju. Kannski er það þreytunni og álaginu kenna. En það er fínt að fá að vera hetjan í dag - ég hef ekki upplifað annað eins.“Einar: Ég hef bara ekki úthald í þetta Einar Jónsson, þjálfari Fram, er ekki þekktur fyrir að sitja á bekknum og vera rólegur á hliðarlínunni á meðan leiknum stendur. En hann þurfti að vera það í dag, enda að ná sér eftir heilahimnubólgu. „Ég skal viðurkenna það að ég hef ekki úthald í þetta. Svo hafa þessir síðustu þrír leikir verið alveg rosalegir,“ sagði hann. Fram tapaði fyrsta leiknum í rimmunni og missti Einar af honum vegna veikindanna. En hann kom til baka í næsta leik og Fram vann þrjá sigra í röð. „Þetta hefur verið svakalegur rússíbani og ég á hreinlega erfitt með að tala. En ég er ótrúlega þakklátur strákunum fyrir að fá að hreinsa hausinn og hvíla mig í einn eða tvo daga. Ég þarf á því að halda. Ég mæti svo sterkur til leiks í næsta einvígi.“ „Þessi leikur var líka frábær auglýsing fyrir handboltann. Spekingar hafa verið að blaðra um gæðin en svona er úrslitakeppnin. Þetta eru tvo lið þar sem leikmenn þekkja hverja aðra betur en foreldrana sína. Þetta er búin að vera þvílík skemmtun og menn eru með ranga hugmyndafræði ef þeir ætla sér að gagnrýna þetta.“ Einar viðurkennir þó að það sé heilmikið í leik síns liðs sem hann getur lagað. „Já, já. Sem betur fer. Það eru mikil gæði í þessu liði og margt hægt að laga. En hér eru margir sem eru að spila í úrslitakeppninni í fyrsta sinn.“ Ólafur Magnússon er á sínu fyrsta alvöru tímabili í meistaraflokki en hann kom til Fram frá Akureyri í sumar. „Þvílík sending frá Akureyri. Ég á bara ekki til orð yfir þessum strák. Það er erfitt að lýsa þessum dreng - þvílíkur karakter. Þetta er ekta óheiðarlegur Akureyringur sem við þurftum á að halda í okkar liði.“Einar Andri: Gríðarleg vonbrigði „Þetta verður ekki meira svekkjandi en þetta. Við áttum meira skilið eftir að hafa barist svona vel allan leikinn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vörðumst vel, sköpuðum fullt af góðum færum en við fengum fimm brottvísanir í dag á móti einni og það er erfitt í svona leik.“ Hann viðurkennir að skotnýtingin í sókninni hafi verið léleg, bæði í dag og öðrum tapleikjum FH í rimmunni. „Mér fannst þó sóknin allt í lagi. Við erum ekki mikið skyttulið enda lágvaxnir og þurfum að stóla á að spila hratt fram og skapa okkur færi. Kannski var það sóknin sem varð okkur að falli, ég veit það ekki.“ „Það eru gríðarleg vonbrigði að klára tímabilið svona. Við byrjuðum illa í vetur og misstum svo Ólaf Gústafsson út til Þýskalands. Það munar um minna enda okkar besti maður og landsliðsmaður. En við lékum liða best síðustu fjórtán leikina, þar sem við unnum tólf, og vorum á virkilega góðu róli.“ „Þetta eru tvö jöfn lið og því miður þurfti annað liðið að tapa.“ sagði Einar Andri. Hann ætlar að halda áfram sem þjálfari liðsins á næsta ári og segist vera með svipaðan leikmannahóp á næsta ári. „Við byrjum strax á morgun að byggja upp á nýtt. Magnús Óli er að stíga upp sem ný stjarna í íslenskum handbolta. Þetta er strákur sem enginn þekkti fyrir tímabilið. Svo er Ísak í vörninni en við söknuðum hans í dag. Hann er með heilahristing og gat ekki spilað í dag.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 23-24 Fram er komið í vænlega stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn FH eftir að hafa unnið sterkan útisigur, 23-24, í Kaplakrika í kvöld. Leikur liðanna fer seint í sögubækurnar fyrir fegurð en spennandi var hann. Liðin héldust í hendur nær allan leikinn en taugar Framara voru sterkari undir lokin og lukkan var einnig með þeim. 18. apríl 2013 12:53 Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Framarar unnu fimm marka sigur á FH-ingum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 16. apríl 2013 14:50 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 37-26 | N1-deild karla FH sigraði Fram 36-27 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla en leikið var í Kaplakrika. Staðan í hálfleik var 16-15 FH í vil. 13. apríl 2013 00:01 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 23-24 Fram er komið í vænlega stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu gegn FH eftir að hafa unnið sterkan útisigur, 23-24, í Kaplakrika í kvöld. Leikur liðanna fer seint í sögubækurnar fyrir fegurð en spennandi var hann. Liðin héldust í hendur nær allan leikinn en taugar Framara voru sterkari undir lokin og lukkan var einnig með þeim. 18. apríl 2013 12:53
Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-19 | Fram jafnaði metin í einvíginu Framarar unnu fimm marka sigur á FH-ingum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. 16. apríl 2013 14:50
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 37-26 | N1-deild karla FH sigraði Fram 36-27 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla en leikið var í Kaplakrika. Staðan í hálfleik var 16-15 FH í vil. 13. apríl 2013 00:01