26,5 kg léttari Ellý Ármanns skrifar 30. apríl 2013 17:15 Það hefur gengið á ýmsu í lílfi Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar. Ragna hefur nú tekið sjálfa sig á gegn á líkama og sál en við byrjuðum á að spyrja hana hvernig dóttir hennar, Ella Dís, hefur það? „Mjög gott. Það hafa verið miklar framfarir og hún er að byrja í skóla," segir Ragna en hún hefur gjörbreyst í útliti eftir að hún léttist um tæp 27 kíló.Tók ákvörðun um að rækta sjálfa sig „Ég tók ákvörðun og breytti lífsstílnum mínum. Ég byrjaði á þessum breytingum í enda febrúar - byrjun mars og ég var reyndar búin að léttast pínulítið áður af því ég gat ekki borðað og svona en það var ekki að hjálpa mér," segir Ragna.Hætti á kvíðalyfjunum- var komin á grafarbakkann „Ég hætti á kvíðalyfjunum mínum og byrjaði á Herbalife eftir að ég hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mér að takast á við mína andlegu líðan. Hún kenndi mér að ná betra jafnvægi og ná betri stjórn á lífi mínu. Þvílíkt „lifesaving" sem þetta var því ég var alveg að gefast upp. Ég var komin á grafarbakkann. Ég gat ekki borðað og ekki sofið. Fannst allt vera búið. Ég var búin að missa börnin mín, heimili mitt, bílinn minn og allt. Þetta var mjög erfitt en ég byrjaði að næra mig betur og taka hlutunum betur og núna gengur allt miklu betur með jákvæðu hugarfari. Það er málið - ég er ekki enn komin með heimili ennþá en er að vinna í því. Um leið og ég er komin með heimili koma stelpurnar heim."Þessi mynd var tekin af Rögnu í október árið 2011.Tók út gos og snakk„Ég missti 10 kíló á þessum tveimur mánuðum. Ég tók gos og snakk út og lifði mjög óheilbrigðum lífsstíl. Ég neitaði mer um að verða besta útgáfan af sjálfri mér en ég hætti þessari sjálfseyðingarhvöt og þjáningu og er að breyta henni í jákvæða reynslu en ég lít á hlutina í öðru ljósi."Ragna 26,5 kílóum léttari.26,5 kg farin á sjö mánuðum „Þetta eru búnir að vera lærdómsríkir mánuðir. Ellu Dís líður vel og komin með greiningu. Allt erfiðið er búið að skilað árangri og ég er sátt - mjög sátt. Ég fékk sjokk að skoða af mér gamlar myndir þar sem ég var svo reið og sár og gleymdi að einblína á allt það jákvæða í lífi mínu en sem betur fer náði ég mér úr þessu hugarfari sem er mikið frelsi og hamingja. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Fyrir mig og börnin mín. 26,5 kíló eru farin síðan í október í fyrra. Þetta er magnað, á sjö mánuðum. Já þetta er hægt. Ég næri mig mjög vel og er byrjuð í líkamsrækt. Ég lifi heilbrigðu lífi," segir Ragna að lokum. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu í lílfi Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar. Ragna hefur nú tekið sjálfa sig á gegn á líkama og sál en við byrjuðum á að spyrja hana hvernig dóttir hennar, Ella Dís, hefur það? „Mjög gott. Það hafa verið miklar framfarir og hún er að byrja í skóla," segir Ragna en hún hefur gjörbreyst í útliti eftir að hún léttist um tæp 27 kíló.Tók ákvörðun um að rækta sjálfa sig „Ég tók ákvörðun og breytti lífsstílnum mínum. Ég byrjaði á þessum breytingum í enda febrúar - byrjun mars og ég var reyndar búin að léttast pínulítið áður af því ég gat ekki borðað og svona en það var ekki að hjálpa mér," segir Ragna.Hætti á kvíðalyfjunum- var komin á grafarbakkann „Ég hætti á kvíðalyfjunum mínum og byrjaði á Herbalife eftir að ég hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mér að takast á við mína andlegu líðan. Hún kenndi mér að ná betra jafnvægi og ná betri stjórn á lífi mínu. Þvílíkt „lifesaving" sem þetta var því ég var alveg að gefast upp. Ég var komin á grafarbakkann. Ég gat ekki borðað og ekki sofið. Fannst allt vera búið. Ég var búin að missa börnin mín, heimili mitt, bílinn minn og allt. Þetta var mjög erfitt en ég byrjaði að næra mig betur og taka hlutunum betur og núna gengur allt miklu betur með jákvæðu hugarfari. Það er málið - ég er ekki enn komin með heimili ennþá en er að vinna í því. Um leið og ég er komin með heimili koma stelpurnar heim."Þessi mynd var tekin af Rögnu í október árið 2011.Tók út gos og snakk„Ég missti 10 kíló á þessum tveimur mánuðum. Ég tók gos og snakk út og lifði mjög óheilbrigðum lífsstíl. Ég neitaði mer um að verða besta útgáfan af sjálfri mér en ég hætti þessari sjálfseyðingarhvöt og þjáningu og er að breyta henni í jákvæða reynslu en ég lít á hlutina í öðru ljósi."Ragna 26,5 kílóum léttari.26,5 kg farin á sjö mánuðum „Þetta eru búnir að vera lærdómsríkir mánuðir. Ellu Dís líður vel og komin með greiningu. Allt erfiðið er búið að skilað árangri og ég er sátt - mjög sátt. Ég fékk sjokk að skoða af mér gamlar myndir þar sem ég var svo reið og sár og gleymdi að einblína á allt það jákvæða í lífi mínu en sem betur fer náði ég mér úr þessu hugarfari sem er mikið frelsi og hamingja. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Fyrir mig og börnin mín. 26,5 kíló eru farin síðan í október í fyrra. Þetta er magnað, á sjö mánuðum. Já þetta er hægt. Ég næri mig mjög vel og er byrjuð í líkamsrækt. Ég lifi heilbrigðu lífi," segir Ragna að lokum.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira